16. nóvember, 2020

Dagur Íslenskrar tungu

16.11.2020. Dagur Íslenskrar tungu

Melgresi og gömul orð á Degi íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu er áhugavert að velta fyrir sér orðum sem hafa horfið úr málinu. Fjölmörg orð eru tengd melgresi sem er algeng tegund hér á landi og er sérstaklega áberandi á sendnum svæðum. Notkun melgresis hefur um aldir verið samofin byggð og menningu á Suðurlandi. Fyrr á öldum notuðu Skaftfellingar melfræ í mjöl sem þeir bökuðu brauð úr og jafnframt var blaðkan mikilvægt fóður. Fyrir liggur að melgresið verður enn um langan aldur þýðingarmesta tegundin og nánast sú eina, til að hefta sandfok hér á landi. Á meðfylgjandi mynd er verið að slá melgresi með nýjustu tækni.

16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar

Hver veit nema orð, tengd melgresi, öðlist nýtt líf og nýja merkingu. Oft er um að ræða falleg orð sem geta þjónað margvíslegum tilgangi. Tökum dæmi um orð sem eru horfin eða svo gott sem: Buskuleggir, saumtag, stangarleggir, loðhöfuð og grængálur. Hvað er loðhöfuð? Jú, ef mistekst vöxtur blöðkunnar, vegna hita og votveðurs kemur á melinn loðhöfuð. Það er rautt, og út úr korninu vaxa mjóir, rauðleitir angar, tveir úr hverju korni, þeir hanga niður eins og kögur um allt höfuðið. Í tinann þ.e. fræinu kemur matleyfa en það merkir að hann sé til engra nota. – Svo einfalt er það!

Hér að framan kom fyrir orðið „tini“ sem er kjarninn í melkorninu sem mjölið var gert úr. Áður fyrr notuðu menn orðið „Löghönd“ sem hefur ekkert með lög að gera en þegar meðalmaður hefur skorið svo mikinn mel sem höndin getur gripið, er sagt að hann hafi skorið löghönd. En sagan er ekki búin. Sá sem getur það ekki má skera tvisvar í höndina svo hann fái rétta löghönd eða málhönd. Eins og öll góð mælikerfi þá heldur þetta áfram: Sex hendur fara í einn part, tveir partar eru í kerfi, sex kerfi eru í lögklyf á hest en það kallast 12 handa kerfi. Til eru 18 handa kerfi, þá eru 18 hendur, og 4 á hest. Tólf handa kerfið var þó meira notað. Skrifari sér ekki alveg hvernig væri hægt að nota þetta mælikerfi en hver veit nema einhver hafi áhuga á að taka það upp á nýjan leik!

Hægt væri að nefna mun fleiri dæmi um melinn og orð sem fólk notaði í sambandi við hann og í blárestina má geta um sögnina „að drifta“. Þegar kornið var hrist í driftutroginu (venjulegt, létt og lipurt trog með handföngum) var það kallað að drifta. Gjarnan gert út við dyrnar þar sem örlítil vindur var til að hismið fyki burtu. „það er troðið í tvær reisur og driptað á milli, eður svo leingi sem þarf.“ Þetta var líka kallað að vinsa.

Svo mörg voru þau orð.

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.