30.04.2020. Birkifræsöfnun

Töluvert safnaðist af fræi í birkifræsöfnun sem Landgræðslan, Hekluskógar og Olís stóðu fyrir síðastliðið haust. Fræið var hreinsað og þurrkað í Gunnarsholti og var ætlunin að fá sjálfboðaliðahópa til að dreifa því nú í vor eða byrjun sumars. Sökum kórónufaraldursins var horfið frá því ráði og ákveðið að starfsmenn Landgræðslunnar dreifi fræinu í vor eða byrjun sumars á svæði þar sem verið er að stuðla að útbreiðslu birkis. Ákveðið hefur verið að fara í aðra fræsöfnun nú í haust, með svipuðu sniði og var síðastliðið haust.

Nánari upplýsingar um söfnunarátak næsta hausts verða sendar út þegar nær dregur.

 

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659