30.04.2020. Birkifræsöfnun
Töluvert safnaðist af fræi í birkifræsöfnun sem Landgræðslan, Hekluskógar og Olís stóðu fyrir síðastliðið haust. Fræið var hreinsað og þurrkað í Gunnarsholti og var ætlunin að fá sjálfboðaliðahópa til að dreifa því nú í vor eða byrjun sumars. Sökum kórónufaraldursins var horfið frá því ráði og ákveðið að starfsmenn Landgræðslunnar dreifi fræinu í vor eða byrjun sumars á svæði þar sem verið er að stuðla að útbreiðslu birkis. Ákveðið hefur verið að fara í aðra fræsöfnun nú í haust, með svipuðu sniði og var síðastliðið haust.
Nánari upplýsingar um söfnunarátak næsta hausts verða sendar út þegar nær dregur.

Landgræðslan
Starfsstöðvar
Starfsmenn
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659