Bestu birkimyndböndin. Efnt til keppni meðal grunn- og framhaldsskólanema

Átak til að auka útbreiðslu birkiskóga, með söfnun og sáningu á birkifræi, hófst á síðasta ári. Fjöldi fólks tók þátt í því og umtalsverðu magni af birkifræi var safnað. Til að glæða enn frekar áhuga landsmanna var ákveðið að efna til myndbandakeppni meðal grunn- og framhaldsskólanema.

Keppnin hófst í lok apríl og lýkur 30. september. Ástæðan fyrir svona löngum keppnistíma er sú að án efa vilja einhverjir mynda birkið frá því að það lifnar að vori og þar til það stendur í haustlitum með fullþroskað fræ.

Keppt verður í tveimur flokkum, grunnskólaflokki og framhaldsskólaflokki. Í boði eru vegleg verðlaun sem fyrirtækin Heimilistæki og Tölvulistinn gáfu til keppninnar. Sjá nánar á heimasíðunni http://www.birkiskogur.is

Hver þátttakandi getur sent inn fimm myndir inn í sinn flokk. Engar hömlur eru settar hvað varðar tæki sem eru notuð við gerð myndbanda. Sama gildir um efnismeðferð. Hins vegar eru gerðar kröfur um að myndin/myndirnar frá hverjum og einum fjalli um birki á Íslandi, lengd innsendra myndbanda fari ekki yfir 60 sekúndur og að skráningarformið sé fyllt út. Einn höfundur skal skrifaður fyrir hverju myndbandi.

Landbótasjóður uppgræðslur

Aldurstakmörk á samfélagsmiðlum eru 13 ár á Íslandi. Ef þátttakandi er yngri en 13 ára verður hann að hafa leyfi foreldra/forráðamanna til að taka þátt.

Á síðunni www.birkiskogur.is er skráningarform sem þátttakandi þarf að útfylla. Þar þarf m.a. að koma fram nafn höfundar heiti Instragram reiknings, sími, netfang og slóð inn á myndbandið. Hægt verður að skoða innsend myndbönd á síðunni www.birkiskogur.is

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content