17. janúar, 2020

Auglýsing um styrki til varna gegn landbroti

17.01.2020. Auglýsing um styrki til varna gegn landbroti. 

Samkvæmt lögum nr. 155 21. des/2018 er Landgræðslunni heimilt að styrkja framkvæmdir við fyrirhleðslur sem ætlað er að vernda mannvirki, nytjaland eða annað gróið land í eigu einkaaðila.

Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Við forgangsröðun umsókna verður m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þess lands eða mannvirkja sem landbrotið ógnar. Hámarksfjárhæð styrks er kr. 4.000.000.

 

Umsóknareyðublöð

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur fyrir styrki úr Landbótasjóði og vegna Varna gegn landbroti eru á heimasíðu Landgræðslunnar (www.land.is). Einnig er hægt að fá eyðublöð, úthlutunarreglur og nánari upplýsingar á héraðssetrum Landgræðslunnar og á skrifstofu Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Slóð á umsóknareyðublöð: Sjá nánar í umsóknareyðublöð

Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar n.k. Umsóknir síðustu fjögurra ára eru í fullu gildi og þarf ekki að endurnýja þær.

Umsóknir skal senda til: Landgræðslan, Gunnarsholti, 851 Hella eða á netfangið land@land.is

 

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.