Ársskýrsla Landgræðslunnar 2020 er komin út
Í ársskýrslu 2020 kennir ýmissa grasa enda var starfsemi Landgræðslunnar fjölbreytt og vaxandi þrátt fyrir allar þær hömlur sem fylgdu Covid faraldrinum. Í ársskýrslunni er að finna upplýsingar um framgang helstu verkefna Landgræðslunnar; Endurheimt þurrlendis og votlendis, nýtingu lífrænna efna, GróLindar verkefnisins, endurheimt birkiskóga, kolefnisbókhalds, landupplýsingar og vernd og endurheimt.
Notkun lífræns áburðar jókst til muna á árinu 2020. Á myndinni má sjá tilraunareiti á Geitasandi þar sem unnið er með mismunandi blöndur lífræns áburðar.
Einnig er að finna myndbönd með ávarpi landgræðslustjóra og umhverfisráðherra ásamt myndböndum um þrjá verðlaunahafa Landgræðsluverðlaunanna. Ásamt helstu rekstrartölum eru nokkrum lykiltölum ársins 2020 gerð skil sem og nokkrum atburðum sem mörkuðu starfsárið.Samkvæmt þeirri stefnu Landgræðslunnar að draga sem mest úr pappírsnotkun kemur ársskýrslan eingöngu út í rafrænu formi.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659