22.01.2020. Ársskýrsla Grólindar: Fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins
Verið er að leggja lokahönd á fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu verkefnisins Grólind. Stöðumatið byggir á rofkortlagningu RALA og Landgræðslunnar og vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands. Stöðumatið verður kynnt opinberlega fyrripart árs 2020. Til að hægt sé að tengja landnýtingu við ástand auðlindanna er nauðsynlegt að vita hvernig og hversu mikið land er nýtt. Verið er að kortleggja mörk úthaga og afrétta og núverandi nýtingu þeirra til sauðfjárbeitar. Þessar upplýsingar verða kynntar samhliða stöðumatinu. Í framtíðinni verður kortlagt hvernig annar búpeningur en sauðfé nýtir landið. Um leið verður safnað upplýsingum um aðra landnýtingu.
Verkefninu Grólind er ætlað að þróa einfalda vísa sem hægt er að nota til að meta sjálfbærni landnýtingarinnar. Forsenda fyrir þróun slíkra vísa er að skilja hvaða áhrif mismunandi landnýting hefur á uppbyggingu og virkni vistkerfa. Í verkefninu er stefnt að því að auka þennan skilning með því að: (a) vakta gróður- og jarðvegsauðlindir, (b) safna saman þeirri þekkingu sem þegar er til staðar og (c) auka þekkingu með rannsóknum. Lítil áhersla verður lögð á rannsóknaliðinn á fyrstu stigum að frátaldri rannsókn sem hófst á síðasta ári, þar sem notuð eru staðsetningartæki til að kanna beitaratferli sauðfjár í sumarhögum og rannsókn sem snýr að því að skilja samspil loftslagshlýnunar og beitar á íslensk vistkerfi.
Eitt af meginverkefnum GróLindar er að setja upp vöktun á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Sumarið 2019 hófst vöktunin þegar 76 reitir voru lagðir út víðsvegar um landið, en stefnt er að því að setja upp rösklega 1000 vöktunarreiti á næstu fjórum árum. Samhliða er hafin þróun á því hvernig nýta megi mælingar á jörðu niðri til að meta ástand lands út frá gervitunglamyndum.
Í ársskýrslunni segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að vinna verkefnið í góðu samstarfi við landnotendur, vísindasamfélagið og opinberar stofnanir. Á vormánuðum 2019 var verkefnið kynnt á 17 mismunandi stöðum um allt land. Fundirnir tókust vel. Að auki hefur verkefnið verið kynnt með fyrirlestrum, í fjölmiðlum og á fundum.
Landgræðslan
Starfsstöðvar
Starfsmenn
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Umsóknir
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659