23.09.2020. Ársfundur 2020

Sveitarfélögin í fararbroddi

Ársfundur Landgræðslunnar verður haldinn 25. september og hefst kl. 13.

Til að sporna gegn útbreiðslu Covid verður fundurinn á netinu. Á fundinum verða m.a. afhent Landgræðsluverðlaun.

Að þessu sinni verður sjónum beint að sveitarfélögum landsins en þau hafa mikið að segja með hversu vel Íslandi tekst að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um minni losun gróðurhúsaloftegunda til ársins 2030. Það sem gert er á vettvangi sveitarfélaganna skiptir einnig miklu máli þegar kemur að áformum íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Aðgerðir eins og bætt meðferð lífrænna efna og stóraukin endurheimt vistkerfa á röskuðu landi skipta miklu máli til að ná settum markmiðum. Góðar skipulagsáætlanir og framsýni þeirra sem stýra sveitarfélögum landsins eru hornsteinn þess að landsmönnum takist að ná tökum á þeim umhverfisvanda sem við blasir.

 

 

Dagskráin er eftirfarandi:

Árni Bragason landgræðslustjóri setur fundinn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis og auðlindaráðherra ávarpar fundinn og kynnir verðlaunahafa landgræðsluverðlaunanna

Árni Bragason – Landgræðsluárið 2019

Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps – Endurheimt vistkerfa í aðalskipulagi í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og samstarf landgræðslunnar og Skaftárhrepps við aðalskipulagsgerð

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþingi Ytra – Góðir grannar – gildi Landgræðslunnar í samfélaginu í Rangárþingi

Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps – Skiptir Svartvatn máli fyrir nýsköpun á tímum loftslagsbreytinga?

Ársfundi slitið

Kynnir er Elín Fríða Sigurðardóttir, Landgræðslunni

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content