15. september, 2023

Ágúst Sigurðsson ráðinn forstöðumaður Lands og skógar

Ágúst Sigurðsson. Ljósmynd: RML/MAR

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður nýrrar stofnunar, Lands og skógar, sem tekur til starfa um áramótin. Þetta tilkynnti matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, nú fyrr í dag.

Ágúst hlaut doktorsgráðu í erfðafræði frá sænska Landbúnaðarháskólanum í Uppsölum árið 1996 og útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 1989.

Ágúst var sveitarstjóri Rangárþings ytra frá árinu 2014 til 2022 og var rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2004 til 2014 þar sem hann stýrði m.a. sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Þá starfaði Ágúst sem landsráðsnautur í búfjárerfðafræði og hrossarækt hjá Bændasamtökum Íslands frá árinu 1996 til 2004.

Ágúst hefur setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars landbúnaði, landgræðslu, hrossarækt og háskólamálum. Hann hefur ritað fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísinda- og ráðstefnuritum ásamt greinum í fagtímarit og blöð.

Starfsfólk Landgræðslunnar óskar nýskipuðum forstöðumanni Lands og skógar til hamingju með starfið. Sameining Landgræðslunnar og Skógræktarinnar er verkefni næstu vikna og mánaða og mikilvægt að vandað verði til allra verka og að vel takist til.

Þú gætir haft áhuga á….

Sumarið í vettvangsvinnu

Sumarið í vettvangsvinnu

Nú í sumar, líkt og undanfarin ár, hefur stór hópur fólks farið um landið við allskyns rannsóknir á vegum Landgræðslunnar.

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópsk náttúra er ekki í góðu ástandi og hefur sýnt fá merki um bata undanfarin ár. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti nýlega greiningu um þörf á aðgerðum til að vernda margvíslegan ávinning sem heilbrigð náttúra hefur í för með sér.

Landgræðslustjóraskipti

Landgræðslustjóraskipti

Um nýliðin mánaðamót lét Árni Bragason af störfum sínum sem landgræðslustjóri vegna aldurs. Við starfi landgræðslustjóra tekur Birkir Snær Fannarsson.