Landgræðslan kynnir fyrirlestraröðina: Rauðar viðvaranir – Grænar lausnir. Landið, loftslagið og lífbreytileikinn
Í fyrirlestraröð Landgræðslunnar 2022 munu sérfræðingar Lgr fjalla um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna ástands vistkerfa landsins og fyrirliggjandi lausnir til að bregðast við þeim.
Fyrirlestrarnir verða haldnir annan hvern fimmtudag kl 15:00 og verða í opnu streymi á netinu.
Röskun vistkerfa vegna ósjálfbærrar nýtingar og meðfylgjandi rýrnunar líffræðilegrar fjölbreytni er ein stærsta umhverfisógn samtímans. Jarðvegs- og gróðureyðing og umbreyting á náttúrulegum kerfum skerða virkni vistkerfa og auka verulega við magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. Röskuð vistkerfi hafa einnig takmarkaða getu til að standast álag vegna náttúrulegra áfalla og viðhalda stöðugleika í hringrásum kolefnis, næringarefna og vatns.
Velferð okkar manna er háð margvíslegri vistkerfaþjónustu, þau skapa skilyrði fyrir heilbrigt og öruggt líf og mynda grunnstoðir efnahagskerfisins. Virk og fjölbreytt vistkerfi geyma líka ríkulegt magn af kolefni í jarðvegi og gróðri og gegna lykilhlutverki í framlagi Íslands við að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim. Það er því forgangsmál að vernda og endurheimta röskuð vistkerfi landsins og tryggja sjálfbæra nýtingu.
Í fyrirlestraröð Landgræðslunnar 2022 munu sérfræðingar Lgr fjalla um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna ástands vistkerfa landsins og fyrirliggjandi lausnir til að bregðast við þeim. Fyrirlestrarnir verða haldnir annan hvern fimmtudag kl 15:00 og verða í opnu streymi á netinu.
Dagskrá fyrri hluta ársins:
20. janúar
Bryndís Marteinsdóttir – Af hverju skiptir sjálfbær landnýting svona miklu máli?
3. febrúar
Guðmundur Halldórsson – Náttúrumiðaðar lausnir sem hluti af aðlögun að loftslagsbreytingum
17. febrúar
Magnús H. Jóhannsson – Næringarauðlindin – lífræn efni og landið
3. mars
Kristín Svavarsdóttir – Íslensk náttúra; þörfin að endurheimta vistkerfi með vistkerfisnálgun
31. mars
Iðunn Hauksdóttir – Sögur af landi: Fjölbreyttur ávinningur endurheimtarverkefna
7. apríl
Sunna Áskelsdóttir – Vernd og endurheimt votlendis – til hvers og fyrir hvern?
28. apríl
Leone Tinganelli – Samtal um losunarbókhald Íslands; hvernig skráum við losun frá landi?
5. maí
Jóhann Þórsson – Vottað grænt kolefni, verðmæt útflutningsafurð?
16. júní
Árni Bragason – 115 ára saga af landeyðingu og endurheimt vistkerfa: hvernig miðar okkur?
Dagskrá seinni hluta ársins:
20. október
Finnur Ricart Andrason – Áskoranir og tækifæri í endurheimt votlendis á Íslandi
3. nóvember
Sunna Áskelsdóttir – Það skiptir máli að vanda sig
fyrri hluti
17. nóvember
Ágústa Helgadóttir – Það skiptir máli að vanda sig
seinni hluti
24. nóvember
Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir – Áskoranir í endurheimt votlendis