5. júlí, 2021

Vel heppnuð endurheimt votlendis á Snæfellsnesi vekur athygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Vel heppnuð endurheimt votlendis á Snæfellsnesi vekur athygli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Framkvæmdum við endurheimt votlendis í landi jarðanna Hnausa og Hamraenda á sunnanverðu Snæfellsnesi lauk í desember 2020. Þó ekki sé lengra síðan hefur landið nú þegar tekið greinilegum breytingum og framförum.

Í vor kölluðu Sameinuðu Þjóðirnar eftir áhugaverðum og vel heppnuðum endurheimtarverkefnum. Verkefnunum er ætlað að vísa leiðina að því hvernig verkefni er æskilegt er að takast á við á nýhöfnum áratugi endurheimtar vistkerfa.

https://www.decadeonrestoration.org

https://endurheimtvistkerfa.is/

Loftmynd af endurheimtu votlendi í landi Hnausa og Hamraenda

Hnausar og Hamraendar eru fallegar jarðir við sjó á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Loftmynd af endurheimtu votlendissvæði í landi Hnausa og Hamraendaá Snæfellsnesi

Skurðirnir sem voru grafnir á sínum tíma eru samtals 16 km að lengd og sést vel marka fyrir þeim úr lofti. Það tekur langan tíma fyrir þau ummerki að hverfa, náttúran þarf tíma til að ná jafnvægi.

Landgræðslan sendi inn umsókn fyrir verkefnið á Hnausum og Hamraendum sem var samþykkt. Verkefnið er þar með komið í alþjóðlegan hóp 50 verkefna sem fylgst verður með til ársins 2030.

https://implementers.decadeonrestoration.org/implementers/39/the-soil-conservation-service-of-iceland-restoration-of-peatland-in-snaefellsnes-peninsula

Um er að ræða tvær samliggjandi jarðir sem ná yfir 100 hektara svæði þar sem grafnir höfðu verið skurðir sem náðu samtals 16 km að lengd. Á nýlegum loftmyndum af svæðinu sést greinilega að vatnsstaða landsins hefur hækkað og að náttúran hefur þegar hafist handa við að færa landið nær upprunalegu ástandi.

Landeigendur hafa séð aukningu í fuglalífi á svæðinu ber þar mest á ýmsum tegundum vaðfugla svo sem jaðraka, stelks og hrossagauks. Einnig hefur sést meira af öndum á svæðinu sem nýta sér tjarnir og opið vatn sem myndast hafa eftir að framkvæmdum lauk.

Ávinningurinn af endurheimtinni er margfaldur. Utan þess að sporna gegn þeirri miklu kolefnislosun sem á sér stað úr framræstu landi skapast betri aðstæður fyrir dýralíf og gróður sem aftur skilar landi og vistkerfi í betra jafnvægi.

Loftmynd af endurheimtu votlendissvæði í landi Hnausa og Hamraendaá Snæfellsnesi

Hér sér að Hamraendum, sandrifið á myndinn heitir Hraunlandarif.

Votlendissvæði Hnausa og Hamraenda er stærsta samfellda votlendissvæðið sem hefur verið endurheimt á vegum Landgræðslunnar. Endurheimt votlendis er talsvert vandasamara og flóknara ferli en að „moka ofan í skurði“ eins og stundum er haldið fram. Eftir að landeigendur hafa sótt um þáttöku í verkefninu gerir starfsfólk Landgræðslunnar úttekt á svæðinu til að sjá hvort það uppfylli sett skilyrði. Í framhaldinu er svæðið kortlagt og vatnsrennsli að og frá svæðinu athugað. Einnig eru allir skurðir og svæðin á milli þeirra kortlögð og svæðin mynduð úr lofti.

Í framhaldinu eru fengnir verktakar úr heimabyggð eða landeigendur framkvæma sjálfir verkið. Mikilvægt er að við jarðvegsvinnu vegna endurheimtar votlendis sé unnið eftir ákveðnu verklagi og heppnaðist vinna verktakans í landi Hnausa og Hamraenda framar vonum.

Stelkur í tjörn

Stelkurinn fagnar endurheimt votlendisins.

Svæðið er fjölbreytt og mismunandi aðferðum þurfti að beita eftir aðstæðum hverju sinni. Dýrmæt reynsla safnaðist því við framkvæmdirnar á svæðinu sem mun nýtast við endurheimt votlendis á öðrum svæðum og víst er að viðurkenning Sameinuðu þjóðanna á verkefninu er hvatning til Landgræðslunnar og hennar starfsfólks að halda áfram á sömu braut.

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir vel stöðu landsins eins og það er í dag.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.