Hlaðvarp um söfnun birkifræs
Í nýjasta hlaðvarpi Landgræðslunnar, í Hlöðu Bændablaðsins, ræddi Áskell Þórisson við þau Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs og Rannveigu Magnúsdóttur frá Landvernd um birki og söfnun birkifræs.
Í þættinum kemur meðal annars fram að haustið 2020 hófst söfnunarátak um söfnun þess á vegum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Átakið heppnaðist vonum framar og skilaði miklu magni af birkifræi til sáningar. Fræinu var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum víðsvegar um landið, dreifing á síðasta hluta þess sem safnaðist fer fram þessa dagana. Söfnunin heldur síðan áfram í haust í samstarfi við Terra, Prentmet Odda, Bónus, Landvernd, Skógræktarfélag Íslands, Kópavogsbæ, Skógræktarfélag Kópavogs, Heimilistæki, Tölvulistann og Lionshreyfinguna.
Úr hljóðveri Hlöðunnar, Kristinn Þorsteinsson, Rannveig Magnúsdóttir og Áskell Þórisson.
Grunnskólanemar safna birkifræi haustið 2020.
Markmiðið átaksins er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda er því mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659