Landgræðslan úthlutar úr Landbótasjóði, styrkhlutfall verkefna á beitarfriðuðum svæðum hækkar
Við úthlutun fyrir 2021 var samþykkt var að veita 95 verkefnum styrki að heildarupphæð 93.270.000 kr. Meðalstyrkhlutfall var 55% af kostnaði verkefna, en stærstur hluti þeirra snýr að uppgræðslu lands eða gróðurstyrkingu. Líkt og undanfarin ár útvegar Landbótasjóður fræ í verkefnin eftir því sem við á og verður rúmlega 9 tonnum af túnvingulsfræi og um 1 tonni af melgresisfræi dreift árið 2021. Andvirði þess er um 18,4 m.kr. og er heildarúthlutun Landbótasjóðs fyrir árið 2021 því 111.670.000 kr.
Í reglum Landbótasjóðs er ákvæði um að beitarfriðuð svæði séu í forgangi og geti fengið hærra styrkhlutfall en beitt svæði. Af styrktum verkefnum eru 21 samtals á friðuðum svæðum en 68 á beittum svæðum. Sjóðurinn gerir þá tillögu að verkefni á friðuðum svæðum hljóti 80% styrk miðað við reiknaðan kostnað án fræs og umsjónar, en verkefni á beittum svæðum hljóti 65% styrk.
Styrkþegar eru fjölbreyttur hópur og koma úr röðum landeigenda og sveitarfélaga, einnig félagasamtaka sem vinna að landbótum á friðuðum svæðum og stunda gjarnan fræðslustarfsemi sem hluta verkefnis.
Margföld aukning í notkun lífræns áburðar
Árið 2015 voru um 671 tonn af lífrænum áburði notuð í verkefnum styrktum af Landbótasjóði, en 2020 voru þau í heildina 4.715. Þessi rúmlega sjöfalda aukning er ánægjulegur vitnisburður um aukinn áhuga og skilning landeigenda á því að nota lífrænan áburð og í samræmi við þær áherslur sem Landgræðslan hefur sett í sínu starfi.
Samtals er áformað að vinna að landbótum á um 5.200 ha lands auk dreifingar á heyrúllum, kjötmjölsdreifingu auk gróðursetningar og sáningu á birki.
- Dreifing á tilbúnum áburði: 4.318 ha
- Dreifing á lífrænum áburði: 347 ha
- Sáning gras- og melfræs: 500 ha
- Dreifing á heyrúllum: 2.609 stk.
- Kjötmjölsdreifing: 45 ha
- Gróðursetning á birki 7.600 stk.
Við úthlutun er meginregla sú að upphæð styrks getur numið allt að 2/3 af reiknuðum kostnaði við vinnu og kaup á aðföngum. Landgræðslan leggur mat á kostnaðverkefna og miðar við gildandi verðskrá stofnunarinnar.
Tilgangur Landbótasjóðs er að færa ábyrgð og framkvæmd landgræðsluverkefna heim í héruð og veita umráðahöfum lands styrki til landbótaverkefna. Við ákvörðun um styrkveitingar er lögð áhersla á stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðinga, endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis, sjálfbæra landnýtingu og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659