Samkvæmt lögum nr. 155 21. des/2018 er Landgræðslu ríkisins heimilt að styrkja framkvæmdir við fyrirhleðslur sem ætlað er að vernda mannvirki, nytjaland eða annað gróið land í eigu einkaaðila.
Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Við forgangsröðun umsókna verður m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þess lands eða mannvirkja sem landbrotið ógnar.
Hámarksfjárhæð styrks er kr. 4.000.000.
Umsóknareyðublöð eru komin á rafrænt form og má finna þau á heimasíðu Landgræðslunnar á vefslóðinni land.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2021
Umsóknir síðustu fjögurra ára eru í fullu gildi og þarf ekki að endurnýja þær.
Frekari upplýsingar veitir Sigurjón Einarsson í tölvupósti se@land.is eða í síma 8560432
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659