15.2.2019 / Nýlega gerði fyrirtækið Maskína könnun á viðhorfi og þekkingu Íslendinga á Landgræðslunni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Spurt var um rúmlega 40 stofnanir dagana 11. – 30. janúar 2019. Landgræðslan var i fimmta sæti. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18 og eldri af öllu landinu. Svarendur voru 863.
Árni Bragason, landgræðslustjóri, sagði að hann hefði ákveðið að fá mælingu á ímynd Landgræðslunnar til að sjá stöðu stofnunarinnar meðal almennings og fá fram hugmyndir um hvernig hún gæti bætt sig. „Ég er ánægður með niðurstöðu könnunarinnar. Landgræðslan er þarna í fimmta sæti sem er glæsileg niðurstaða. Nú er stefnan er sett á að komast ofar og það getum við“, sagði landgræðslustjóri.