15. febrúar, 2019

LANDGRÆÐSLAN Í FIMMTA SÆTI AF RÚMLEGA 40 STOFNUNUM

15.2.2019 / Nýlega gerði fyrirtækið Maskína könnun á viðhorfi og þekkingu Íslendinga á Landgræðslunni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Spurt var um rúmlega 40 stofnanir dagana 11. – 30. janúar 2019. Landgræðslan var i fimmta sæti. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18 og eldri af öllu landinu. Svarendur voru 863.

Árni Bragason, landgræðslustjóri, sagði að hann hefði ákveðið að fá mælingu á ímynd Landgræðslunnar til að sjá stöðu stofnunarinnar meðal almennings og fá fram hugmyndir um hvernig hún gæti bætt sig. „Ég er ánægður með niðurstöðu könnunarinnar.  Landgræðslan er þarna í fimmta sæti sem er glæsileg niðurstaða. Nú er stefnan er sett á að komast ofar og það getum við“, sagði landgræðslustjóri.

Sjá nánar hér.

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.