Hekluskógar
Skógur er það gróðursamfélag sem þolir hvað best öskufall. Hugmyndin um Hekluskóga er að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu. Verja þar með lönd í nágrenni fjallsins fyrir jarðvegseyðingu. Mögulegur ávinningur af Hekluskógum er margvíslegur. Gróðurfar og dýralíf eykst og verður fjölbreyttara, vatnsheldni jarðvegs verður meiri, lækir myndast og kolefnisbinding verður í gróðri. Með skóginum aukast einnig landnýtingar möguleikar á svæðinu, svo sem frístundabyggð og útivist auk þess að beitarþol eykst.
Af hverju birki og víðir?
Birki og víðir eru frumherjategundir og þola auk þess öskufall vel. Tegundirnar mynda fræ frá unga aldri, stundum í miklu magni og geta því sáð sér hratt út. Nægt fræframboð á birki er hér á landi og því er auðvelt að framleiða plöntur fyrir verkefnið. Víði má auðveldlega fjölga með græðlingum sem stungið er beint í jörðu að vori.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á hekluskogar.is
Magnús Þór Einarsson
Hefur umsjón með áætlanagerð verkefnisins, Endurheimt skóga, skv. hugmyndafræði FLR (Forest landscape restoration) fyrir þátttökusvæði Bonn áskorunarinnar í samstarfi við verkefnisstjórn, annað starfsfólk Landgræðslunnar og Skógræktarinnar auk hagaðila hverju sinni.
Vinnur í teymi að skipulagningu og framkvæmd endurheimtar birkiskóga á þátttökusvæðum.