land.is
Landgræðslan

Bonn áskorunarsvæði

Heim » Viðfangsefni » Vernd og endurheimt » Samstarf um endurheimt » Bonn áskorunarsvæði

Bonn áskorunin

Á haustdögum 2021 staðfesti Ísland þátttöku sína í Bonn áskoruninni. Það verkefni er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum, í samstarfi við hagaðila á hverju svæði, skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN. Í verkefninu er lögð áhersla á að endurheimta skóga á illa grónu landi, t.d. svæðum þar sem gróður- og jarðvegseyðing hefur átt sér stað. Verkefnið er liður í áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt vistkerfa. Ísland ætlar að leggja grunn að endurheimt birkiskóga á 350.000 hekturum fyrir árið 2030 og auka þannig kolefnisbindingu í náttúruskógum samhliða því að draga úr losun frá landi, vernda og auka líffræðilegan fjölbreytileika og styrkja byggðir landsins. Við hjá Landgræðslunni stýrum verkefninu sameiginlega með Skógræktinni og vinnum það í nánu samstarfi við sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og almenning landsins. 

 

Magnús Þór Einarsson

Hefur umsjón með áætlanagerð verkefnisins, Endurheimt skóga, skv. hugmyndafræði FLR (Forest landscape restoration) fyrir þátttökusvæði Bonn áskorunarinnar í samstarfi við verkefnisstjórn, annað starfsfólk Landgræðslunnar og Skógræktarinnar auk hagaðila hverju sinni.

Vinnur í teymi að skipulagningu og framkvæmd endurheimtar birkiskóga á þátttökusvæðum.