land.is
Kortavefsjá

GróLind

Heim » Viðfangsefni » Sjálfbær landnýting » GróLind » GróLind kortavefsjá

Leiðbeiningar fyrir kortavefsjá

Stöðumat GróLindar er ætlað að sýna, á grófum kvarða, stöðu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins eins og hún er í dag. Stöðumatið er unnið upp úr kortlagningu vistgerðaflokka Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 2016 og kortlagningu á jarðvegsrofi á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins frá 1997.

Við notkun stöðumatsins ber að hafa í huga að það er háð þeim gögnum sem liggja til grundvallar. Það er ljóst að talsverð ónákvæmni er í rofkortunum bæði vegna þess hve mælikvarði þeirra er grófur og eins vegna aldurs þeirra. Það er einnig nokkuð af frávikum í vistgerðaflokkuninni og hefur þetta áhrif á stöðumatið.

Nánar má lesa um aðferðafræðina bak við stöðumatið hér.

Kortlagningu beitarlanda sauðfjár sýnir raunveruleg beitarsvæði sauðfjár á grófum kvarða. Kortlagningin byggir á upplýsingum frá 174 staðkunnugu heimamönnum sem safnað var af starfsfólki Landgræðslunar, sem og á öðrum gögnum sem höfundar töldu nýtast.

Sú útgáfa af kortlagningu beitarlanda sauðfjár sem hér birtist er aðeins hugsuð sem fyrsta skrefið af mörgum. Aðaláherslan var lögð á afrétti og úthaga og því eru láglendissvæðin ónákvæm þegar kemur að beitarnýtingu.

Kortlagningin mun þróast í takt við breytta landnýtingu og nákvæmni aukast við frekari vinnu.

 

GróLind kortavefsjá

Smellið á myndina-Vefkort GróLindar