land.is
Landgræðslan

Vöktun votlendis

Heim » Viðfangsefni » Jarðvegur og loftslag » Vöktun votlendis

Vöktun votlendis

Árið 2016 fékk Landgræðslan það hlutverk að sjá um framkvæmd endurheimtar votlendis fyrir hönd ríkisins, samkvæmt sóknaráætlun í loftlagsmálum sem þá var sett fram. Sama ár var hafist handa við að veita styrki og ráðgjöf til endurheimtar votlendis. Árangur endurheimtar þeirra verkefna var fyrst og fremst metinn með sjónmati en á flestum svæðunum var líka komið fyrir vatnshæðarrörum þar sem grunnvatnshæð var mæld í nokkur skipti fyrir framkvæmd og svo í nokkur skipti eftir framkvæmd. Árið 2017 hóf Landgræðslan undirbúning á vöktun á árangri endurheimtar votlendis. Á fjórum svæðum þar sem endurheimt var fyrirhuguð var gerð ítarleg úttekt á grunnástandi og ákveðið að fylgjast nánar með þeim breytingum sem yrðu við endurheimt með reglulegum mælingum fyrir og eftir endurheimt. Sumarið 2017 voru svæðin gróðurkortlögð með aðstoð Náttúrufræðistofnunar og settir voru upp vöktunarreitir út frá þeirri kortlagningu.

Gróðurmælingar voru gerðar í römmum innan hvers vöktunarreits og jarðvegssýni tekin í 0-40 cm dýpt. Frá síðsumri 2017 til hausts 2021 var farið á svæðin með um fjögurra vikna fresti, vor sumar og haust og gerðar mælingar á grunnvatnshæð, jarðvegshita, grænkustuðli (NDVI) losun koldíoxíðs og metans. Niðurstöðum úr hluta verkefnisins var gerð skil í þessari skýrslu. Áfram er fylgst með tveimur svæðanna og það stendur til að endurmæla gróður árið 2024. 

Vöktun votlendis - Vor í mýri