Graslendi, kjarrlendi og gresjur
Graslendi, kjarrlendi og gresjur eru meðal fjölbreyttustu vistkerfa jarðar. Þau eru mikilvæg beitilönd, búsvæði sérstæðra dýrategunda eins og ljóna, gíraffa, nashyrninga, mauraætna og pokadýra auk margra lykiltegunda fugla og skordýra. Þetta gerir verndun þessara svæða mikilvæga. Á slíkum svæðum þróaðist mannkynið fyrir milljónum ára.
Vistkerfum graslendis, kjarrlendis og gresja hefur verið raskað með ofnýtingu og lélegri stjórnun á nýtingu þeirra. Frjósömum svæðum þar sem aðgengi að vatni er gott, líkt og við ár og vötn, hefur verið breytt í akurlendi með þeim afleiðingum að landið verður ófrjórra og þurrara og framleiðni lítil. Nýting svæðanna á eigin forsendum verður því örðugri. Ofbeit og léleg stýring á auðlindanýtingu getur leitt til jarðvegseyðingar og gert vistkerfin berskjölduð gagnvart ágengum tegundum.
Það er nauðsynlegt að endurheimta fyrri virkni og fjölbreytileika þessara vistkerfa og það eru til mörg dæmi um vel heppnaðar aðgerðir sem við getum lært af. Fyrra lífríki svæðanna má svo byggja upp á ný með tímabundinni friðun, eða þar til vistkerfin eru orðin þróttmeiri og standast álag betur.
Endurheimt þessara vistkerfa felur í sér náið samstarf við þá sem nýta auðlindir svæðanna – búfjáreigendur eða aðra. Nýting auðlindanna þarf að vera og haldast sjálfbær. Styrking stjórnkerfisins í kringum auðlindanýtinguna, svo sem hvað varðar eignarhald á landi og stýringu á landnýtingu er einnig afar mikilvæg.
Læra meira: