Áratugur Endurheimtar Vistkerfa 2021-2030

Ferskvatn

Áratugur endurheimntar vistkerfa
Áratugur endurheimtar vistkerfa-Landgræðslan

Ferskvatn

Ferskvatnsvistkerfi eru mikilvæg uppspretta fæðu, vatns og orku fyrir mannkynið. Þau tempra áhrif þurrka og flóða og skapa einstök búsvæði fyrir ýmsar plöntur og dýr, þar á meðal þriðjung allra hryggdýra. Ferskvatnsvistkerfi eru afar fjölbreytt, sem dæmi má nefna fenjaskóga við strendur sem vernda sjávarströndina gegn flóðbylgjum og rofi, stöðuvötn og ár iðandi af fiskalífi ogvotlendi sem sía og hreinsa vatn, tempra vatnsflæðisöfgar og geyma gríðarlegt magn kolefnis.

Ferskvatnsvistkerfum heimsins hefur verið raskað verulega og mikið er um alls kyns mengun, efna-, plast- og skólpmengun. Einnig hafa menn gengið um of á auðlindir þessara vistkerfa með ofveiðum og með því að tæma vatnsauðlindina til áveitna og vökvunar í landbúnaði og til orkuframleiðslu. Ám og lækjum er oft raskað með stíflum og skurðir grafnir sem þurrka nærliggjandi land. Votlendi hafa verið ræst fram í stórum stíl í þágu landbúnaðs en áætlað er að um 87% votlendis heimsins hafi glatast síðustu 300 árin, þar af 50% frá aldamótunum 1900. Einnig eru um þriðjungur ferskvatnstegunda í útrýmingarhættu.

Endurheimt ferskvatnsvistkerfa getur falið í sér það að bæta vatnsgæði, td. með því að hreinsa frárennslisvatn. Hægt er að fjarlægja stíflur eða hanna þær betur til þess að endurbyggja tengingar á milli vatnasvæða og þannig endurheimta lífríki og virkni vatnasvæðanna. Hægt er að bæta stýringu á fiskveiðum, námuvinnslum og vatnstöku svo hægt sé að halda áfram að nýta þessar auðlindir, en á sjálfbærari máta. Svo er einnig hægt að endurheimta framræst votlendi. Þá er fyllt upp í skurði eða þeir stíflaðir til að hækka vatnsstöðu jarðvegsins. Þar með dregur verulega úr losun frá votlendinu og jafnvægi næst á ný innan vistkerfsins. Votlendi eru einnig mikilvægi búsvæði fyrir fjöldan allan af plöntum og dýrum og endurheimt hefur því mikið að segja hvað varðar vernd líffræðilegar fjölbreytni.

Læra meira:

Lauslega þýtt af vef decadeonrestoration.org