land.is
Reiknivél um áburð

Landgræðslan

Heim » Landnýting » Reiknivél um áburð

Reiknivél um kostnað og kolefnisspor áburðarnotkunar

Markmið reiknivélarinnar er að reikna út kostnað og kolefnisspor við nýtingu mismunandi lífrænna áburðartegunda. Ýmsar forsendur um efnin s.s. efnainnihald, flutningstækni, dreifingartækni og afköst eru skráðar innan reiknivélarinnar og er ekki hægt að breyta. Til að nota reiknivélina þarf notandinn að velja gildi fyrir nokkrar breytur og niðurstöður birtast jafnóðum í töflu- og myndformi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fjármagnaði þróun og gerð reiknivélarinnar og var unnin í samstarfi Landgræðslunnar og Verkfræðistofunnar EFLU.

 

Leiðbeiningar

  • Tegund lífræns áburðar: Notandi velur eina af 14 mismunandi tegundum lífræns áburðar: Bokashi moltu, fiskeldisúrgang, fiskislóg, gor, hrossatað, hænsnaskít, kjúklingaskít, kjötmjöl, kúamykju, moltu, sauðatað, seyru, svartvatn og svínaskít.
  • Stærð uppgræðslusvæðis: Notandi færir inn stærð uppgræðslusvæðis (ha).
  • Viðmið fyrir nitur: Notandi færir inn það magn niturs sem hann vill dreifa á viðkomandi uppgræðslusvæði (kg N/ha).
  • Flutningsfjarlægð fyrir lífrænan áburð: Notandi færir inn hversu marga kílómetra þarf að aka með lífrænan áburð frá uppruna áburðarins að uppgræðslusvæði (km).
  • Flutningsfjarlægð fyrir tilbúinn áburð: Notandi færir inn hversu marga kílómetra þarf að aka með tilbúinn áburð frá uppskipunarhöfn að uppgræðslusvæði (km).

Niðurstöður um lífræna áburðinn, sem notandinn valdi, eru bornar saman við samskonar niðurstöður fyrir tilbúinn áburð. Settar eru fram tölur um kostnað og losun bæði í töflu og á súluriti. Að lokum er framkvæmd einföld næmnigreining sem sýnir kostnað og kolefnislosun allra efna á sömu forsendum og ef þau væru öll fáanleg á sama stað.