Ferli endurheimtar votlendis hjá Landgræðslunni í samstarfi við landeigendur
- Landgræðslan kemur í heimsókn og samningur er undirritaður.
- Landgræðslan kortleggur svæðið.
- Landgræðslan. í samstarfi við landeigendur. sækir um framkvæmdarleyfi hjá viðkomandi sveitarfélagi.
- Verktaki er fundinn í verkið.
- Landgræðslufulltrúi leiðbeinir verktaka um hvernig skal að verki staðið.
- Allur framkvæmdarkostnaður er greiddur af Landgræðslunni.
- Landgræðslan kortleggur svæðið aftur eftir framkvæmd.
- Ári seinna tekur Landgræðslan út svæðið til að athuga hvort eitthvað þurfi að lagfæra.
- Ef landeigendur kjósa þá er hægt að taka þátt í að fylgjast með vatnshæð og þróun lífríkis með því að taka myndir og senda Landgræðslunni.