Áratugur Endurheimtar Vistkerfa 2021-2030

Fjalllendi

Áratugur endurheimntar vistkerfa
Áratugur endurheimtar vistkerfa-Landgræðslan

Fjalllendi

Fjalllendi þekur um fjórðung alls þurrlendis jarðar. Það er meginuppspretta alls líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni og þaðan kemur um það bil helmingur alls ferskvatns mannkyns. Fjalllendi er að finna í öllum heimsálfum og þar eru mörg ólík vistkerfi sem hafa að geyma ýmsar einstakar tegundir eins og snjóhlébarða og fjallagórillur. Í fjalllendum má finna fjölbreytilega menningarheima sem hafa aðlagað sig að erfiðum aðstæðum og umhverfi.

Fjalllendi eru einstaklega viðkvæm fyrir raski, bæði af völdum manna og loftslagsbreytinga. Brattar hlíðar valda því að eyðing skóga vegna landbúnaðar, byggðar eða innviða getur valdið alvarlegu jarðvegsrofi og eyðileggingu búsvæða. Jarðvegsrof og mengun spillir ferskvatni sem rennur niður hlíðarnar. Loftslagsbreytingar ógna framboði á vatni og breyta rennslissveiflum sem hefur m.a. áhrif á bújarðir, ræktarlönd, borgir og bæi, iðnað og orkuframleiðslu. Hraðvaxandi hiti neyðir fjalllendislífverur, vistkerfi og fólkið sem á þau treystir til að aðlagast eða færa sig um set.

Endurheimt fjalllendisvistkerfa þarf beinast að landslagsheildum. Með náttúrumiðuðum lausnum, til dæmis endurheimt skóglendis, má vernda jarðveg og vatnsjöfnuð og draga úr náttúruhamförum eins og snjóflóðum, skriðuföllum og flóðum. Leggja þarf stíflur og vegi þannig að vistkerfi áa og og annarra búsvæða sundrist ekki. Ný tækni og aðferðir í landbúnaði, til dæmis blöndun skógræktar og landbúnaðar, getur aukið áfallaþol samfélaga á tímum veðurfarsbreytinga. Þekking innfæddra getur verið lykillinn að sjálfbærri nýtingu auðlindanna.

Læra meira:

Lauslega þýtt af vef decadeonrestoration.org