Dimmuborgir
Friðlýst náttúruvætti. Jarðminjar Dimmuborga eru einstakar á landsvísu og voru þær friðlýstar sem náttúruvætti árið 2011. Dimmuborgir urðu til í eldsumbrotum fyrir um 2300 árum þegar hraun rann frá Lúdents- og Þrengslaborgum um Laxárdal og í sjó fram í Skjálfandaflóa, um 63 km leið.
Við landnám var samfelldur gróður frá Dimmuborgum og suður undir Vatnajökul. Gjóskugos í Vatnajökli 1477 olli miklum spjöllum og gróðureyðingu í Ódáðahrauni og áfoksgeirar tóku að myndast.
Í byrjun 18. aldar virðist hluti foktungunnar hafa verið kominn niður undir bakka Mývatns og ein foktungan stefndi beint á Dimmuborgir. Um 1940 var svo komið að Borgirnar voru að fyllast af foksandi og var hluti þeirra þá þegar kominn á kaf
Landgræðslan tekur við Dimmuborgum 1942
Friðlýst náttúruvætti. Jarðminjar Dimmuborga eru einstakar á landsvísu og voru þær friðlýstar sem náttúruvætti árið 2011. Dimmuborgir urðu til í eldsumbrotum fyrir um 2300 árum þegar hraun rann frá Lúdents- og Þrengslaborgum um Laxárdal og í sjó fram í Skjálfandaflóa, um 63 km leið.
Við landnám var samfelldur gróður frá Dimmuborgum og suður undir Vatnajökul. Gjóskugos í Vatnajökli 1477 olli miklum spjöllum og gróðureyðingu í Ódáðahrauni og áfoksgeirar tóku að myndast.
Í byrjun 18. aldar virðist hluti foktungunnar hafa verið kominn niður undir bakka Mývatns og ein foktungan stefndi beint á Dimmuborgir. Um 1940 var svo komið að Borgirnar voru að fyllast af foksandi og var hluti þeirra þá þegar kominn á kaf
Hlutverkið okkar
Samhliða friðlýsingu svæðisins árið 2011 var undirritaður samningur þar sem Landgræðslunni var falin umsjón og rekstur náttúruvættisins. Samkvæmt samningnum annast Landgræðslan almenna umsjón og rekstur.
Davíð A. Stefánsson
Verkefnisstjóri við gerð landshluta og svæðisáætlana í landgræðslu.
Sér um samskipti við sveitarfélög og framkvæmdaaðila vegna skipulagsmála landnýtingar og innleiðingu náttúrumiðaðra lausna í skipulag. Miðlar upplýsingum um mikilvægi vistkerfisnálgunar og notkun náttúrumiðaðra lausna við skipulag, hönnun og framkvæmdir í þéttbýli og dreifbýli.