land.is
Landgræðslan

Sagnagarður

Heim » Miðlun » Kynning og fræðsla » Sagnagarður

Sagnagarður

Í Sagnagarði í Gunnarsholti er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi. Í Sagnagarði er góð aðstaða til þess að taka á móti litlum og stórum hópum.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir varðandi Sagnagarð á netfangið sagnagardur@land.is eða hringið í síma 488 3000 til fá nánari upplýsingar.