Í Sagnagarði í Gunnarsholti er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi.

Í Sagnagarði er góð aðstaða til þess að taka á móti litlum sem og stórum hópum. Starfsfólk veitir leiðsögn og segir frá baráttu almennings við náttúruöflin og landeyðingu af völdum náttúruhamfara og veðurs. Einnig getum við boðið upp á funda- og ráðstefnuaðstöðu fyrir allt að 120 manns á sanngjörnu verði.

Sagnagarður er opinn fyrir hópa eftir samkomulagi. Einkum er horft til virka daga í þessu sambandi. Vinsamlega hafið samband við Landgræðsluna með góðum fyrirvara. Síminn er 488 3000. Netfang: sagnagardur@land.is

About Sagnagardur in English

Verðskrá:
Fullorðnir (18 ára og eldri): kr. 1.000.
Aldraðir og öryrkjar: kr. 700
Námsmannahópar: kr. 700.
Unglingar 12-15 ára: kr. 500.
Börn yngri en 12 ára: kr. 0.

VefsidukortA5_Sagnagardur_20160122_kl

Smelltu á myndina!

Sagnagardur_13x18_IMG_8290

Sagnagardur_IMG_8213

Sagnagardur_IMG_8485

Sagnagardur_IMG_7479

Sagnagardur_IMG_7476.