Það skiptir máli að vanda sig! – Samantekt úr skýrslu um endurheimt framræsts votlendis

Út er komin skýrsla um samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Landsvirkjunar við endurheimt votlendis. Verkefnið hófst formlega árið 2019 þegar skrifað var undir samstarfssamning um endurheimt framræsts votlendis á tveimur jörðum í ríkiseign. Svæðin tvö, á Sogni í Ölfusi og á Ytri-Hraundal á Mýrum voru endurheimt 2019 og fyrsta fasa vöktunar lauk við lok ársins 2021.

Vöktun hafði staðið yfir á báðum svæðum frá 2017 og því voru þau tilvalin í þetta verkefni.

Verkefnið skiptist í þrjá verkþætti;

a) Framkvæmd endurheimtar og mismunandi verklag við framkvæmdir.

b) Vöktun breytinga á grunnvatnshæð og losun gróðurhúsalofttegunda eftir endurheimt.

c) Árangur mismunandi meðferða til að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs í sárum sem mynduðust við framkvæmdina.

Allar aðstæður á svæðunum höfðu verið kortlagðar og skoðaðar vel og því hægt að haga framkvæmdum í samræmi við aðstæður svæðisins. Niðurstöður verkefnisins sýna að árangur endurheimtar er mun betri þegar ítrustu vandvirkni, eftir bestu fáanlegu þekkingu er beitt. Það sé aðeins litlu tímafrekara en annað prófað verklag þar sem ekki var vandað eins vel til verka.

Ágústa H. um vetur
Jóhann Th. um haust

Meðal grunnvatnshæð svæðanna hækkaði eftir endurheimt, mis mikið þó. Losun koldíoxíðs minnkaði marktækt eftir endurheimt og í samræmi við hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki var marktækur munur á losun metans fyrir og eftir endurheimt. Mikil munur var á mæliþáttum á milli svæða og á milli vöktunarreita innan svæðanna. (Sem gefur til kynna hversu mikill breytileiki getur verið á litlum og afmörkuðum svæðum). 

Meðferðir til að flýta fyrir endurheimt staðargróðurs voru mis árangursríkar. Flutningur á gróðurtorfum kom best út á Ytri-Hraundal en þar voru aðrar meðferðir árangurslitlar. Á Sogni var bestur árangur af sáningu á einæru rýgresi. Athyglisvert var hversu vel sárin gréru upp án inngripa á Sogni en mun síður á Ytri-Hraundal.  

Mikilvægt er að fylgjast áfram með svæðunum til að meta langtímaárangur endurheimtarinnar. Tveimur árum eftir endurheimt sást að með því að hækka grunnvatnsstöðuna á þessum framræstu svæðum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt og sú minnkum var í samræmi við hversu mikið grunnvatnshæðin hækkaði. Vöktunin sýnir einnig mikilvægi þess að nýta allar gróðurtorfur á yfirborði, vegna þess að ekki er vitað fyrir fram hversu fljótt gróður nemur land í sárum og mun meiri fyrirhöfn er að grípa inn í á seinni stigum en að huga að þessum þáttum þegar endurheimt er framkvæmd.  

 Áhugasamir geta nálgast skýrsluna Hér.

Sogn september 2019
Sogn ágúst 2021

Sogn, tilraunameðferð torfur2, 11. september 2019 t.v. og 10. ágúst 2021 t.h.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content