Sumarstarfsfólk á héraðssetur á Vesturlandi, Austurlandi og Suðurlandi

Landgræðslan óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst 2021 á héraðssetur sín á Vesturlandi, Austurlandi og Suðurlandi:

 • Starfsstöð á Vesturlandi á Hvanneyri, ein staða Starfsstöð á Suðurlandi í Gunnarsholti, ein staða
 • Starfsstöð á Austurlandi á Egilsstöðum, ein staða

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ráðgjöf og eftirlit með verkefnum í Bændur græða landið, Landbótasjóði Landgræðslunnar og öðrum landgræðsluverkefnum
 • Skráning landgræðsluaðgerða og eftirlit með árangri þeirra
 • Fræðsla og ráðgjöf til sveitarstjórna, landnotenda, skóla og almennings

Hæfnikröfur

 • Umsækjandi þarf að minnsta kosti að hafa lokið fyrsta ári til BSc-prófs í náttúruvísindum eða skyldum greinum.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni
 • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
 • Gild ökuréttindi
 • Þekking og reynsla af landbúnaði er kostur
 • Þekking og reynsla af landgræðslustarfi er kostur

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content