11. nóvember, 2020

Störf-Verkefnastjóri miðlunar

Verkefnastjóri miðlunar

Verkefnastjóri miðlunar

Landgræðslan leitar að fjölhæfum og lausnamiðuðum einstaklingi til að útbúa fræðsluefni og miðla upplýsingum um viðfangsefni okkar, sjá um vefsíðu og samfélagsmiðla og sinna ritstjórn og útgáfumálum. Starfið felur í sér fjölbreytt samskipti og samstarf, bæði innanhúss og utan. Ráðningin er til eins árs, með möguleika á framlengingu. Hlutverk Landgræðslunnar er að vernda vistkerfi landsins, endurheimta gæði raskaðra kerfa og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Fjölbreytt og virk vistkerfi gegna lykilhlutverki, meðal annars til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í gegnum kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri, til að bæta vatnsmiðlun, jarðvegs-og loftgæði og til að framleiða fæðu og aðrar nytjar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Til að auka við skilning og áhrif af starfsemi Landgræðslunnar leitum við að einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu því að: a) miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í texta- eða myndrænu formi í gegnum vefsíðu eða aðra miðla, b) vera í fjölbreyttum samskiptum og samstarfi við starfsfélaga og alla hagaðila og c) sinna ritstjórn og útgáfu.

Hæfnikröfur

– Yfirgripsmikil reynsla af gerð og framsetningu fjölbreytts efnis á mismunandi miðlum – Færni í notkun myndvinnsluforrita, umbroti og grafískri vinnslu – Reynsla af umsjón með vefsíðu og helstu samfélagsmiðlum – Framúrskarandi hæfni í textagerð á íslensku og ensku – Afbragðs samstarfs- og samskiptahæfni – Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð – Hugmyndaauðgi og drifkraftur – Kunnátta í verkefnastjórnun – Menntun sem nýtist í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.

Starfið er auglýst án staðsetningar. Landgræðslan hefur starfsstöðvar á fimm stöðum á landsbyggðinni; í Gunnarsholti á Suðurlandi, Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki og Hvanneyri í Borgarfirði og æskilegt að einhver þeirra verði meginstarfstöð verkefnastjórans, samhliða möguleikum á fjarvinnu. Starfið er á sviði Samskipta og áætlana. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Vinnutímaskipulag: Dagvinna
Starfshlutfall: 100%
Starfssvið: Sérfræðistörf
Stéttarfélag: Fræðagarður
Umsóknarfrestur er til: 23.11.2020
Nánari upplýsingar veitir
Þórunn Wolfram Pétursdóttir – thorunnp@land.is – 4883000
Árni Bragason – arni.bragason@land.is – 4883000

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.