11. nóvember, 2020

Störf-Héraðsfulltrúi á héraðssetrið á Húsavík

11.11..2020. Héraðsfulltrúi á héraðssetrið á Húsavík

Héraðsfulltrúi á héraðssetrið á Húsavík.

Landgræðslan óskar eftir að ráða héraðsfulltrúa á héraðssetrið á Húsavík með aðalstarfssvæði á Norðurlandi eystra. Héraðsfulltrúinn vinnur að jarðvegs- og gróðurvernd og endurheimt vistkerfa m.a. með því að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Starfsmaðurinn þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á starfinu og vinnustaðnum. Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018.

Helstu verkefni og ábyrgð.

Starfs- og ábyrgðarsvið – Öflun og skráning upplýsinga, ráðgjöf og eftirlit með verkefnum s.s. Bændur græða landið, Landbótasjóði Landgræðslunnar og öðrum landgræðsluverkefnum – Umsjón landgræðslusvæða á starfssvæðinu – Vinna við verkefni um endurheimt votlendis – Vöktun á ástandi gróðurs og jarðvegs – Kortlagning og gerð uppgræðsluáætlana fyrir einstök landgræðslusvæði – Skráning landgræðsluaðgerða og eftirlit með árangri þeirra – Fræðsla og ráðgjöf til sveitarstjórna, fyrirtækja, landnotenda, skóla og almennings

Hæfnikröfur.

Menntun og hæfni – Krafist er BSc-prófs í náttúruvísindum, t.d. landnýtingu, beitarfræðum, búvísindum eða umhverfisfræðum – Skipulagshæfni, sjálfstæði, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni er skilyrði – Góð kunnátta í notkun tölvu og upplýsingatækni er skilyrði – Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri er skilyrði – Þekking á starfssvæðinu er kostur – Þekking eða reynsla af landbúnaði og gott landlæsi er kostur – Þekking og reynsla af landgræðslustarfi er kostur – Þekking og reynsla af notkun landupplýsingakerfa er kostur

Frekari upplýsingar um starfið.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Um er að ræða 100% stöðu. Megin starfssvæðið er Norðurland eystra og starfinu geta fylgt talsverð ferðalög. Starfið hentar bæði konum og körlum. Laun eru skv. kjarasamningi ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN). Ferilskrá og afrit af prófskírteini skal fylgja. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Vinnutímaskipulag: Dagvinna
Starfshlutfall: 100%
Starfssvið: Sérfræðistörf
Stéttarfélag: Félag íslenskra náttúrufræðinga

Umsóknarfrestur er til: 16.11.2020

Nánari upplýsingar veitir
Gustav Magnús Ásbjörnsson – gustav@land.is – 4883000
Árni Bragason – arni.bragason@land.is – 4883000

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.