Olís fjármagnar og tekur þátt í birkifræssáningu Landgræðslunnar
07.07.2022
Landgræðslan og Olís hafa átt farsælt samstarf allt frá árinu 1992. Á þessum þremur áratugum hafa verkefnin verið af ýmsum toga og skilað miklum árangri við uppgræðslu lands. Árið 2019 hófu Landgræðslan og Skógræktin landsöfnun á birkifræi með stuðningi fjölmargra aðila. Þessi söfnun var liður í endurheimt og uppbyggingu birkiskóga. Með þessari uppbyggingu var lagður grunnur að uppgræðslu lands sem er jafnframt veigamikill þáttur í kolefnisbindingu. Olís styrkti verkefnið og viðskiptavinir Olís sem lögðu verkefninu hjálparhönd með því að safna fræjum og koma á tilheyrandi söfnunarstöðvar. Það er trú félagsins að þessi þátttaka viðskiptavina sé ekki aðeins til þess fallin að auka kraft verkefnanna, heldur eykur hún jafnframt almenna umhverfisvitund og velvilja samfélagsins gagnvart góðum störfum Landgræðslunnar.
Hausið 2022 verður á ný blásið til birkifræsöfnunar og sáningar. Einstaklingar hafa tök á að safna birkifræjum í þar til gerða pappírspoka og skila inn til þjónustustöðva Olís og til annara velunnara verkefnisins. Landgræðslan mun safna saman fræjum og flokka og yfirfara í þeim tilgangi að einungis bestu og lífvænlegustu fræin fari í sáningu. Landgræðslan velur land til sáninga, en einstaklingar munu hafa tök á að mæta og sá fræjum. Verkefnið verður kynnt betur síðar.




Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659