16.12.2020. Nýtt rit: Loftslag, kolefni og mold

Út er komið rit sem nefnist „Loftslag, kolefni og mold“. Höfundar eru Ólafur Arnalds og Jón Guðmundsson. Ritið nr. 133 í ritröð LbhÍ.

Jarðvegur er afar mikilvægur fyrir kolefnishringrás jarðar og styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Losun kolefnis úr mold er meginuppspretta losunar CO2 frá Íslandi – mun stærri uppspretta en sem nemur losun af mannavöldum þegar landið er ekki talið með.

Ritið gefur yfirlit um þessa losun sem og áætlaða losun vegna eyðingar íslenskra vistkerfa síðasta árþúsund (þúsundir milljóna tonna CO2).

Mikil losun frá landi útskýrir gríðarlega stórt sótspor dilkakjötsframleiðslu og hestaeignar (getur numið hundruðum kg CO2 á hvert kg lambakjöts). Framræst votlendi og þurrlendisvistkerfi í slæmu ástandi valda mestu um þetta stóra sótspor. Það er þó afar misjafnt eftir eðli lands og landnýting hverju sinni hve losunin er mikil, skynsamleg landnýting leiðir til kolefnisbindingar.

Unnt er að draga úr losun með því að bæta ástand land og endurheimt votlendis sem ekki er nýtt til ræktunar. Endurheimt vistkerfa á landslagsskala, t.d. birkiskóga geta stuðlað að stórfelldri bindingu gróðurhúsaloftegunda, jafnvel milljónir tonna CO2 á ári. Endurskoða verður nýtingu á illa förnu landi og víkka út þann hóp sem telst til hagaðila er varðar nýtingu lands í eigu samfélagsins.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content