28. mars, 2019

Nýr hópur af nemum við Landgræðsluskólann

28.3.2019 / Nýr hópur nema hefur hafið nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en skólinn er hýstur af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðsluna. Í ár eru nemarnir alls 21, þar af 10 karlar og 11 konur sem koma frá 10 löndum í Afríku og Asíu. Nemarnir eru allir starfandi sérfræðingar í sínum heimalöndum og hafa fengið leyfi frá störfum til að sækja sex mánaða nám við Landgræðsluskólann. Námið snýst um landhnignun og afleiðingar hennar, sjálfbæra landnýtingu og landgræðslu.
Nemarnir koma frá Gana, Malaví, Úganda, Níger, Lesótó og Eþíópíu í Afríku og frá Mongólíu, Tadsíkistan, Kirgistan og Úsbekistan í Asíu. Í heimalöndum sínum starfa þau á sviði landnýtingar og landverndarmála, ýmist við rannsókna- og eftirlitsstofnanir, héraðsstjórnir, ráðuneyti eða háskóla, auk frjálsra félagasamtaka. Að loknu námi við Landgræðsluskólann fara þau aftur til sinna starfa, þar sem námið mun nýtast þeim í þeim áskorunum sem þau þurfa að takast á við í sinni vinnu.

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.