Minningarsjóður

Landgræðslan

Hjálmar R. Bárðarson

land.is
Heim » Landnýting » Minningarsjóður
Minningar sjóður Hjálmars R. Bárðarsonar

Minningarsjóður

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða sjö milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 20. janúar 2020.

Hjálmar R. Bárðarson, f.v. siglingamálastjóri, ánafnaði Landgræðslusjóði 30% af eigum sínum, en hann lést 7. apríl 2009. Óskaði hann eftir því að fénu yrði varið til landgræðsluskógræktar, „þar sem áður var lítt gróið bersvæði, ef til vill þar sem gróðursett lúpína hefur gert landsvæði vænlegt til skógræktar“, eins og segir í erfðaskránni.

 

Ákveðið var að verja hluta arfsins til stofnunar sjóðs, sem starfa mun í 10 ár, með það markmið að styrkja rannsóknir í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Landgræðslan, sem erfði Hjálmar til jafns við Landgræðslusjóð, lagði sjóðnum einnig til fé. Er sjóðnum ætlað að heiðra minningu Hjálmars og konu hans Else Sörensen Bárðarson, sem andaðist 28. maí 2008.

Styrkþegar geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og opinberir aðilar.

Umsóknir sendist til: Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson, bt. Guðbrands Brynjúlfssonar, Brúarlandi, 311 Borgarnes

 

PDF Landgræðslan  Reglur um umsóknir og úthlutun styrkja

PDF Landgræðslan  Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð

Word skjal   Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð

LANDGRÆÐSLAN

Landgræðslan heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að því að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum, þróunarstarfi o.fl. á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907.

Lög um landgræðslu 155/2018 voru samþykkt á Alþingi í desember 2018. Markmið laganna er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Landgræðslan skal og hvetja til almennrar þátttöku í landgræðslu og vinna að þróun starfsins, m.a. með rannsóknum. Stofnunin skal afla upplýsinga um landnýtingu og ástand lands, hafa yfirsýn yfir og eftirlit með framkvæmdum í landgræðslu á landsvísu. Þá skal Landgræðslan hafa umsjón með landgræðslusvæðum. Í ljósi laganna skal vinna landgræðsluáætlun á landsvísu, sem og svæðisáætlanir um landgræðslu. Þá skal stofnunin vinna að vörnum gegn landbroti