Matvælaráðherra gefur út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt

26.08.2022

Í dag gaf matvælaráðherra út nýja stefnu sem heitir: Land og líf – landgræðsluáætlun og landshlutaáætlun í skógrækt. Áætlunin markar sýn stjórnvalda til næstu 10 ára fyrir verkefni í landgræðslu og skógrækt og skilgreinir aðgerðir sem unnið verður að á næstu fimm árum. Stefnan og aðgerðaáætlunin er afurð samþættingar ráðherra á drögum að landgræðsluáætlun og drögum að landsáætlun í skógrækt sem verkefnastjórnir viðkomandi áætlana unnu fyrir ráðherra og skiluðu af sér síðla árs 2021. Stefnan inniheldur fimm eftirfarandi megináherslur.

  • Ástand vistkerfa og líffræðileg fjölbreytni þeirra er í samræmi við vistgetu. 

  • Nýting skóga, votlendis og annarra vistkerfa er sjálfbær og þau hafa öflugan viðnámsþrótt gegn náttúrulegum áföllum og öðru raski.

  • Vistkerfi landsins geyma ríkulegt magn af kolefni í jarðvegi og gróðri og gegna lykilhlutverki í að Ísland bindi meira kolefni en það losar.

  • Aukin landgæði í skógum og blómlegri vistkerfum styðja við bætt lífsgæði, lýðheilsu og eykur þanþol samfélaga gagnvart umhverfisbreytingum.

  • Land býr yfir gæðum sem styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi og sjálfbæra þróun byggða um allt land.

Sjá nánar hér

Land og líf 2022-2031

Mynd úr Land og líf sem sýnir tengsl við aðrar stefnur, áætlanir og alþjóðlegar skuldbindingar.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content