22. nóvember, 2021

Loftslagsvænn landbúnaður fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu

Loftslagsvænn landbúnaður fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fékk hvatningarviðurkenningu á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem haldinn var í Hörpu 19. nóvember sl. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Líf Magneudóttir formaður dómnefndar afhentu viðurkenninguna.

Loftslagsvænn landbúnaður hófst í ársbyrjun 2020 þegar fimmtán sauðfjárbúum var boðin þátttaka. Takmark verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu í landbúnaði í gegnum markvissar aðgerðir.

Frá loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar.

Frá loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar.

Berglind Ósk Alfreðsdóttir er verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar.

Berglind Ósk Alfreðsdóttir er verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar.

Verkefnið hefur stækkað jafnt og þétt, og eru nú um 40 sauðfjár- og nautgripabændur þátttakendur. Hvert bú tekur þátt fjögur til fimm ár í senn. Fulltrúar Landgræðslunnar, RML og Skógræktarinnar stýra verkefninu en jafnframt kemur að því fjölbreyttur hópur ráðgjafa frá fyrrgreindum stofnunum. Þátttakendum býðst heildstæð ráðgjöf og fræðsla um það hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar. Verkefnið er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. „Grasrótarnálgun er í senn upplegg verkefnisins og styrkur.

Hvert þátttökubú setur sér skriflega aðgerðaáætlun sem tekur mið af aðstæðum og möguleikum. Aðgerðaáætlunin er endurskoðuð árlega og er verkfærakista þátttakenda til að vinna að loftslagsvænum landbúnaði. Í henni kemur fram hvernig dregið skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding aukin i búrekstrinum. Þátttakendur þannig vinna markvisst að settum markmiðum í daglegum bústörfum. Þessi nálgun hvetur bændur til aðgerða og hefur jákvæð áhrif á nærsamfélagið“ segir Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefnastjóri Loftslagsvæns landbúnaðar. Vonir standa til að hægt verði að stækka verkefnið í framtíðinni og fjölga þáttakendum.

Hvatningarverðlaun Rvíkurborgar og Festi 2021 hópmynd

Við afhendingu verðlaunanna. Fv. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Vanda Úlfrún Liv Hellsing sérfræðingur UAR, Gústav M. Ásbjörnsson sviðsstjóri Lgr, Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefnisstjóri RML, Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi, Borgar Páll Bragason fagstjóri RML.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….