Sérfræðingur á sviði fjármála og reksturs

18.01.2023

Landgræðslan auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði fjármála og reksturs, tímabundið til áramóta.  Fram undan eru miklar breytingar hjá stofnuninni og leitum við að öflugum aðila sem er tilbúinn að taka þátt í breytingarferlinu með okkur.  Í boði er áhugavert, krefjandi og fjölbreytt starf á starfstöð okkar á Suðurlandi. Mögulegt að skoða starf án staðsetningar með einhverri viðveru á starfstöðinni á Suðurlandi.

Hlutverk Landgræðslunnar er að vernda og endurheimta vistkerfi landsins og stuðla að sjálfbærri landnýtingu. Fjölbreytt og virk vistkerfi gegna lykilhlutverki, meðal annars til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í gegnum kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri, til að bæta vatnsmiðlun, jarðvegs-og loftgæði og til að framleiða fæðu og aðrar nytjar.

Nánari upplýsingar er að finna HÉR

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2023

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Uppgjör og önnur verkefni á svið fjármála og reksturs
 • Eftirlit með rekstraráætlunum
 • Gerð innkaupabeiðna
 • Aðstoð við launavinnslu
 • Eftirfylgni með Grænum skrefum

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af bókhaldi og verkefnum tengdum fjármálum
 • Þekking á breytingastjórnun er kostur
 • Þekking á Oracle bókhalds- og mannauðskerfinu er kostur
 • Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli
 • Nákvæmni í vinnubrögðum
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Færni til að vinna sjálfstætt á skipulegan og agaðan hátt

 

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content