Landgræðslan-Special Achievement in GIS (SAG) Award at the 2022 Esri User Conference

01.04.2022. Landgræðslunni mun veitast sá heiður að taka á móti verðlaunum á árlegri ráðstefnu í San Diego í Kaliforníu um landfræðilegar upplýsingar og landupplýsingakerfi. Verðlaunin fær Landgræðslan fyrir sérstaklega árangursríkt landupplýsingakerfi.

Ráðstefnan er haldin á vegum ESRI, Environmental Systems Research Institute, sem er stærsti framleiðandi hugbúnaðar á þessu sviði í heiminum og hefur verið í fararbroddi frá upphafi.

Ráðstefnuna sækja 15-20.000 manns frá yfir 100 löndum.

Landupplýsingakerfi Landgræðslunnar var ásamt nokkrum öðrum valið úr hópi 100.000 kerfa víðs vegar um heiminn og er þetta því talinn mikill heiður. Sérfræðingar Landgræðslunnar í landupplýsingakerfum munu taka á móti viðurkenningunni á notendaráðstefnu ESRI í júlí 2022.

Landgræðslan-Special Achievement in GIS (SAG) Award at the 2022

Special Achievement in GIS Award verða afhent þann 12 júlí 2022. Smellið á mynd fyrir nánari upplýsingar

Tilkynning frá ESRI

„Dear Sigmundur Helgi Brink,

It is my distinct pleasure to inform you that Landgræðslan has been selected to receive a Special Achievement in GIS (SAG) Award at the 2022 Esri User Conference. This award is given to user sites around the world to recognize outstanding work with GIS technology. Your organization stood out from more than 100,000 others.“

ESRI The Science of Where

ESRI er leiðandi á heimsvísu í GIS og hafa hjálpað viðskiptavinum sínum að ná árangri síðan 1969.

Esri var stofnað til að hjálpa til við að leysa nokkur af erfiðustu vandamálum heimsins með því að styðja mikilvæga vinnu notenda sinna með skuldbindingu um vísindi, sjálfbærni, samfélag, menntun og rannsóknir

Landgræðslan SAG Award Esri 2022
Esri User Conference

Notendaráðstefna ESRI verður haldin 11-15 júli 2022 í San Diego Kaliforníu. Smellið á mynd fyrir nánari upplýsingar

SAMSÝN

hefur til margra ára staðið þétt við bakið á Landgræðslunni en SAMSÝN er þjónustuaðili ESRI á Íslandi. SAMSÝN er öflugt og framsækið fyrirtæki á sviði landupplýsingakerfa, kortagerðar og stjórnkerfa fyrir vaktstöðvar á Íslandi. Samsýn var stofnað í febrúar árið 1995.

Fyrirtækið veitir fjölbreytta þjónustu og meðal verkefna má nefna stjórnkerfi fyrir neyðarlínuna 1-1-2, Securitas og vaktstöð siglinga, kort fyrir GPS leiðsögutæki, Borgarvefsjá, og flotastjórnunarkerfi fyrir alla helstu viðbragðs- og björgunaraðila landsins.

samsyn.is

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content