Landgræðslan tekur þátt í þrettándu Evrópuráðstefnu um endurheimt vistkerfa 

Þrettánda Evrópuráðstefnan um endurheimt vistkerfa, SERE2022 var haldin í byrjun september s.l. í Alicante á Spáni, en hún er skipulögð af Evrópudeild alþjóðlegu vistheimtarsamtakanna (The Society for Ecological Restoration, SER) sem er fagfélag í endurheimt vistkerfa. Sérstök dómnefnd veitti verðlaun fyrir bestu veggspjaldakynninguna og hlaut Ágústa Helgadóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, verðlaun fyrir framúrskarandi veggspjald með innihaldsríku framlagi til ráðstefnunnar. Veggspjaldið fjallaði um endurheimt votlendis á Íslandi – hvernig hægt sé að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs á rasksvæðum sem fylgja framkvæmdum. Meðhöfundar veggspjaldsins voru Sunna Áskelsdóttir og Ölvir Styrmisson.  

Stór hópur frá Íslandi sótti ráðstefnuna að þessu sinni, starfsfólk Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) auk nemenda frá LbhÍ og Háskóla Íslands og kynntu mörg verkefni:  

  • BirkiVistþverfræðilegt rannsókna- og þróunarverkefni er miðar að þróun skilvirkra leiða við endurheimt birkiskóga á landsvísu (Ása L. Aradóttir o.fl.) 
  • Endurheimt vistkerfa í Hraunhreppi á Vesturlandi dæmisögur (Iðunn Hauksdóttir o.fl.) 
  • Endurheimt votlendis á Íslandi – hvernig er hægt að flýta fyrir landnámi staðargróðurs í kjölfar rasks sem myndast við framkvæmdir (Ágústa Helgadóttir o.fl.) 
  • Skilgreining viðmiðunarvistkerfa fyrir íslensk birkivistkerfi (Katrín Valsdóttir o.fl.) 
  • Nýtt meistaranám í vistheimt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) 
  • Ísig vatns í endurheimtum birkiskógum á Íslandi (Sólveig Sanches o.fl.) 
  • Votlendi undir álagi áhrif áfoks á Íslandi (Susanne Claudia Möckel o.fl.) 
  • Útbreiðsla birkis frá stökum fræuppsprettum – forsendur fyrir endurheimt á stórum kvarða (Anna Mariager Behrend o.fl.) 
Verdlaun SER

Ágústa Helgadóttir sést á myndinni hér fyrir ofan lengst til hægri.

Það kom skýrt fram á ráðstefnunni að áratugur endurheimtar vistkerfa er svo sannarlega runninn upp með nýju frumvarpi til Evrópulaga sem kalla á aðgerðir og aðlögun um endurheimt vistkerfa innan Evrópuþjóða. Áherslur hafa breyst, kallað er eftir endurheimtar áætlunum á landsvísu sem byggja á nálgunum á landslagsskala og hugmyndafræðinni um viðmiðunarvistkerfi til að endurheimta vistkerfi sem hurfu eða hafa hnignað verulega. 

Idunn utskyrir plakat

Iðunn Hauksdóttir segir frá verkefni sínu, Endurheimt vistkerfa í Hraunhreppi á Vesturlandi. (Mynd SERE)

Náttúrumiðaðar lausnir eru lykillinn í að takast á við loftlagsmálin og styðja við áhrifaríkar lausnir sem stuðla að vistheimt á stórum skala þar sem sérstaklega er hugað að tengingu náttúrulegra svæða.

Hvetja þarf ríki til að auka metnað sinn í endurheimt framræstra mýra til að ná markmiðum um lækkun losunar gróðurhúsa-lofttegunda. Til þess ná metnaðargjörnum endurheimtarmarkmiðum og berjast gegn loftslagsvánni sem ógnar framtíðarvelferð okkar þarf að virkja fólk betur, auka þekkingu og fjármagn til að ná góðum árangri.   

Vistheimtarsamtökin SER leggja áherslu á að við endurheimt vistkerfa sé verið að vernda líffræðilega fjölbreytni, bæta aðlögun og draga úr áhrifum loftlagsbreytinga og endurheimta heilbrigð tengsl milli náttúru og samfélags. Félagið hefur beitt sér í faglegum vinnubrögðum við endurheimt vistkerfa og hefur m.a. gefið út staðla sem hjálpa framkvæmdaraðilum að vinna markvisst í verkefnum sínum. Þá beitir félagið sér einnig fyrir að vistheimt byggi á vísindum og hefur lengi gefið út tímaritið Restoration Ecology 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og um áratug endurheimt vistkerfa er að finna hér: 

SERE2022 & Endurheimt vistkerfa

SERE team

Allir þáttakendur SERE ráðstefnunnar. (Mynd SERE)

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content