Landgræðslan hlaut notendaverðlaun ESRI

13.12.2022

Í sumar tók starfsfólk Landgræðslunnar þátt í notendaráðstefnu Esri, í San Diego í Kaliforníu. Esri er stærsti framleiðandi hugbúnaðar á sviði landupplýsinga í heiminum (ArcGIS), en það er sá hugbúnaður sem Landgræðslan notar í starfi sínu. Á ráðstefnunni sem stóð í fimm daga voru yfir 500 fræðsluerindi ásamt fjölda sýningarbása. Starfsfólk frá Esri og þjónustuaðlium þeirra ásamt fyrirtækjum sem bjóða upp á sérlausnir með hugbúnað frá ESRI, voru á staðnum tilbúin að svara spurningum ráðstefnugesta.  

Á ráðstefnunni var Landgræðslan meðal þeirra sem hlutu notendaverðlaun Esri, en á hverju ári heiðrar Esri þá notendur sem hafa skarað framúr í notkun sinni á hugbúnaði þeirra. Af yfir 100.000 Esri notendum um allan heim, voru aðeins 193 heiðraðir með þessum verðlaunum.  

Landgræðslan hefur nýtt sér ArcGis hugbúnaðarlausnir um ára bil. Seinustu árin hefur Landgræðslan hins vegar verið að innleiða í starfi sínu fjölbreytar tæknilausnir frá Esri í en frekara mæli til að auðvelda söfnun, miðlun og utanumhald landupplýsingagagna og verkefna. Flest öll gögn sem Landgræðslan safnar m.a. í vöktun og eftirliti er nú safnað í gegnum spjaldtölvur og snjallforrita frá Esri. Gögnin fara þannig beint inn í landfræðlilegan gagnagrunn þar sem hægt er að vinna með þau og miðla þeim áfram á auðveldan hátt, jafnvel sama dag og þeim er safnað.  

Auk þessa auka þessi vinnubrögð gæði gagna, þar sem innsláttarform mælinga eru þannig skilyrt það kemur í veg fyrir algengar villur. Notkun hugbúnaðarins sparar einnig mikin tíma, enda þarf ekki lengur færa gögn af pappír inní tölvuna. Á hverju ári eru t.d. mældir um 300 vöktunarreitir, þar sem fjöldi mælinga er gerður það tæki ansi langann tíma stimpla inn og yfirfara mæligögn úr öllum þessum reitum. En þetta er einungis eitt af mörgum slíkum verkefnum sem Landgræðslan er með á sínum snærum.

Á næstu árum er gert ráð fyrir að halda áfram frekari innleiðingar nýjustu tækni, sértaklega í söfnun og miðlun gagna. Þar höfum við ákveðin gildi og markmið að augum á borð við vinnutíma sparnað, gagna öryggi, gagna heilindi, heildstæða nálgun á verkefni og aukin sjálfvirkni. Verkefni og upplýsingar verða skýrari og skilvirkari ásamt því að auðveldara verður að vinna með þessar upplýsingar innan stofnunarinar og utan hennar sem samrýmist áætlunum stjórnvalda um bæta upplýsingamiðlun og gæði. 

Nánari upplýsingar um notendaráðstefnu ESRI má nálgast HÉR

fífur við á

Sigmundur H. Brink tekur á móti verðlaunum með Jack Dangermond stofnanda ESRI

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content