Landgræðslan á COP27 í Egyptalandi
30.11.2022
Á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP27 í Egyptalandi nú fyrr í nóvember kom fyrir stutt myndband frá Landgræðslunni á málstofu um náttúrulegar lausnir. Myndbandið var hluti af erindi samtakanna Restor sem er vettvangur í formi vefsjár fyrir alla þá sem vinna að endurheimt vistkerfa og vilja koma verkefnum sínum á framfæri á heimsvísu.
Árið 2020 sendi Landgræðslan verkefni inn til Restor sem í daglegu tali kallast Endurheimt votlendis að Hnausum/Hamraendum á Snæfellsnesi. Verkefnið er ein stærsta samfellda endurheimt mýrlendis sem náðst hefur á einkalandi þar sem landeigendur á báðum jörðum vildu endurheimta votlendi og því þurfti ekki að skera niður svæðið vegna landamæra. Restor fór þess á leit við Landgræðsluna að fá stutt myndband frá verkefnisstjóra verkefnisins sem lýsir svæðinu, helstu áskorunum og framtíðarsýn. Tilgangur erindis Restor á COP27 var að sýna fjölbreytileika endurheimtarverkefna á heimsvísu með áherslu á mikilvægi gagnsæis, miðlun þekkingar og tengsla þeirra á milli.
Stærsta og mikilvægasta lausn heimsins við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga er náttúran sjálf. Náttúruleg vistkerfi í góðu ástandi þola betur áföll og ná sér fljótt eftir þau. Því miður á náttúran í vök að verjast alls staðar í heiminum í dag þar sem umsvif mannsins halda áfram að valda neikvæðum áhrifum. Nú er áratugur endurheimtar vistkerfa og aldrei hefur verið jafn mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt. Landgræðslan styrkir landeigendur á margan hátt til endurheimtar vistkerfa og hvetjum við alla til að kynna sér þá kosti sem í boði eru.
Myndbandið er hægt að sjá HÉR.




Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659