8. október, 2021

Kynning á drögum að reglugerð fyrir sjálfbæra landnýtingu

Kynning á drögum að reglugerð fyrir sjálfbæra landnýtingu

Drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu eru nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.
Drögin eru unnin samkvæmt lögum um landgræðslu frá 2018 en markmið þeirra er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Einnig er fjallað sérstaklega um sjálfbæra landnýtingu í lögunum. Í lögunum segir að ráðherra skuli setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju.

Birkitré sem hefur fallið úr skógarjaðri vegna rofs

Ósjálfbær landnýting getur leitt til jarðvegsrofs.

Kynning á drögum að reglugerð fyrir sjálfbæra landnýtingu

Rofabarð í birkiskógi í Áslákstungum í Þjórsárdal.  

Tekið verður við ábendingum og athugasemdum til og með 22. október og birtast umsagnir jafnóðum og þær berast. Að umsagnarfresti loknum verður unnið úr innsendum ábendingum og athugasemdum og niðurstöður birtar í framhaldinu.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.