Jafnrétti er ákvörðun!
21.10.2022
Þann 12. október s.l. veitti Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) Landgræðslunni viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Markmið verkefnis FKA er að auka kynjajafnrétti á vinnustöðum landsins því jafnrétti er ákvörðun. Viðurkenninguna fá stofnanir og fyrirtæki sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar, þ.e. í framkvæmdastjórn. Matið á jöfnu kynjahlutfalli miðast við 40/60 hlutfall.
Auk Landgræðslunnar hlutu 59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög, og 10 aðrir opinberir aðilar þessa viðurkenningu. Landgræðslan fagnar viðurkenningunni og þeim árangri sem náðst hefur þegar kemur að kynjajafnrétti innan stofnunarinnar og mun leitast eftir því að bæta sig enn frekar á komandi mánuðum og árum.







Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659