Persónuverndarstefna

land.is 9 Heim 9 Um okkur 9 Persónuverndarstefna Landgræðslunnar

Persónuverndarstefna

Landgræðslan leggur áherslu á að vinnsla persónuupplýsinga á vegum stofnunarinnar sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hverju sinni. Í persónuverndarstefnu þessari kemur m.a. fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað, hvernig þær eru meðhöndlaðar og hvað við þær er gert.

Ábyrgðaraðili

Ábyrgðaraðili er Landgræðslan, kt. 710169-3659, Gunnarsholti, 851 Hella.

Hægt er að hafa samband við Landgræðsluna í síma 488-3000, senda rafpóst á netfangið land@land.is eða senda erindi í bréfpósti á Landgræðsluna, Gunnarsholti, 851 Hella.

Persónuverndarfulltrúi

Landgræðslan hefur tilnefnt persónuverndarfulltrúa í starfsemi sinni. Persónuverndarfulltrúi skal m.a. hafa eftirlit með að farið sé að lögum og reglum er snúa að persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, taka á móti fyrirspurnum, upplýsa um skyldur aðila og veita ráðgjöf vegna hennar. Persónuverndarfulltrúi skal upplýsa og ráðleggja starfsfólki um reglur persónuverndar ef upp koma álitaefni og leysa úr ágreiningsmálum þeim tengdum. Persónuverndarfulltrúi skal vinna með Persónuvernd og er tengiliður við þá stofnun. Netfang persónuverndarfulltrúa Landgræðslunnar er personuvernd@land.is

Lagaleg heimild

Landgræðslan aflar og vinnur persónuupplýsinga í samræmi við það sem kann að vera nauðsynlegt til að uppfylla lög þau er stofnunin vinnur eftir. Hér ber helst að nefna lög um landgræðslu nr. 155/2018, stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, lög um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, upplýsingalög nr. 140/2012 sem og því sem kveðið er á um í öðrum lögum og/eða reglugerðum hverju sinni.

Þá kann vinnsla persónuupplýsinga að vera nauðsynleg til að efna samninga sem Landgræðslan er aðili að.

Persónuupplýsingar og meðferð þeirra

Landgræðslan leggur áherslu á að persónuupplýsingum sé einungis safnað og þær unnar á grundvelli heimildar þar um. Þá er lögð áhersla á að öll vinnsla sé sanngjörn og ekki gengið lengra í vinnslu en þörf krefur. Persónuupplýsingar kunna að berast frá einstaklingum, fulltrúum þeirra, fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum ríkisstofnunum en vinnsla þeirra er oft forsenda þess að Landgræðslan geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu.

Öryggi gagna

Landgræðslan leggur áherslu á að tryggja öryggi persónuupplýsinga í hvívetna, varðveita þær á tryggum stað og án þess að óviðkomandi geti komist yfir þær. Stýra skal aðgangi starfsmanna Landgræðslunnar að persónuupplýsingum í ljósi starfssviðs þeirra. Verði persónuupplýsingum deilt með þriðja aðila er það einungis gert á grundvelli lögskipaðra verkefna, með stoð í lögum.

Tölvukerfi Landgræðslunnar eru rekin innan stofnunarinnar.

Vefsíða stofnunarinnar er hýst á sýndarþjóni sem er staðsettur í London, Englandi. Engin tenging er á milli vefsíðunnar og annarra tölvukerfa stofnunarinnar.

Skjalakerfið CoreData er hýst hjá Gagnavörslunni en póstþjónninn hjá stofnuninni.

Tímaskráning starfsmanna fer fram í Vinnustund sem er hluti af Oracle (fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins). Stofnunin er í greiðslu- og bókhaldsþjónustu hjá Fjársýslu ríkisins.

Landgræðslan er afhendingarskyldur aðili í samræmi við ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og þar með óheimilt að ónýta eða farga skjölum þeim sem undir lögin falla. Geymslutími þeirra gagna sem stofnunin vinnur með fer og eftir þeim lögum.

Komi upp öryggisbrestur í starfsemi stofnunarinnar skal fylgja ákvæðum laga um viðbrögð við honum

Aðgangur að gögnum

Skráður einstaklingur getur farið fram á það við Landgræðsluna að fá upplýsingar um vinnslu á persónuupplýsingum sínum hjá stofnuninni, sem og að fá aðgang að þeim. Skráður einstaklingur getur farið fram á leiðréttingu ónákvæmra eða rangra upplýsinga, andmælt vinnslunni eða farið fram á takmörkun hennar.

Trúnaður

Það fer eftir starfssviði einstakra starfsmanna hve víðtækur aðgangur hans er. Lögum samkvæmt eru starfsmenn bundnir þagnarskyldu, sbr. lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og helst sú skylda þó látið sé af störfum.

Vafrakökur

Landgræðslan notar vafrakökur á vefsíðu sinni – land.is. Vafrakökur eru textaskrár sem vefþjónn á léninu sem setti kökuna á harða drifið þitt getur lesið. Landgræðslan kann að nota vafrakökur til að vista val og stillingar og greina aðgerðir á vefsvæðinu.

Eftirlit

Persónuvernd hefur það meginhlutverk að hafa eftirlit með að vinnsla persónuupplýsinga, m.a. hjá opinberum aðilum, sé í samræmi við persónuverndarlög. Hægt er að hafa samband við Persónuvernd í síma 510-9600 og á netfanginu postur@personuvernd.is. Upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar má finna á vefnum www.personuvernd.is. Persónuverndarstefna þessi verður uppfærð eftir því sem efni standa til.

Síðast samþykkt í Gunnarsholti – 1. febrúar 2019.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content