Myndir

land.is 9 Heim 9 Miðlun 9 Myndir

#Föstudagsflóran þennan föstudag er #loðvíðir, runni sem er oft hálfur til einn metri á hæð, en getur auðveldlega orðið tveir eða þrír metrar við góð skilyrði. Blöðin eru grágræn og kafloðin. Árssprotarnir eru einnig kafloðnir, oftast með áberandi axlablöðum eins og sjá má á myndinni lýst upp af vetrarsólinni.

Blómin eru einkynja í reklum. Karlplöntur blómgast snemma á vorin á undan laufgun.

Loðvíðir er mjög útbreiddur um landið og setur mikinn svip á gróður landsins þar sem hann hefur fengið að njóta sín án stöðugrar beitar. Lykiltegund í íslenskum vistkerfum. Gegnir hluverki skjólgjafa og hefur áhrif á snjólegu, vatnsbúskap og önnur vaxtarskilyrði plantna.

Loðvíðir er notaður í endurheimt og uppgræðslu lands. Fyrir utan melgresi eru túnvingull og loðvíðir líklega þær blómplöntur í íslensku flórunni sem þola áfok einna best.

#flóraÍsland #salix_lanata #víðisætt #salicaceae #Landgræðslan
...

#Föstudagsflóran fyrsta föstudags þessa árs er hrímað #hálíngresi í vetrarsól. Fremur hávaxið gras, auðþekkt á hinum mjög svo fíngerða punti sem er oft áberandi að hausti til og á veturna ef það stendur upp úr snjóalögum.

Jurtin er gömul og rótgróin í landinu, vex í vallendi, grasbrekkum og dældum upp til hlíða og í kjarrlendi. Einnig algeng í gömlum túnum. Hér vex hún í vallendi í Gunnarsholti með Þríhyrning í baksýn.

(Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📸 ÁH). #agrostis_capillaris #grasaætt #poaceae #Landgræðslan #flóraÍsland
...

Landgræðslan óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fylgjendum og samstarfsaðilum samfylgdina og árangursríkt samstarf á liðnu ári.

Megi komandi ár vera gæfuríkt og gróskumikið 🌱 📸: @sigurjoneinars / Önundarfjörður
...

Börn að safna melfræsöxum í Þorlákshöfn 1976. Þekkir einhver börnin?

📸: Landgræðslan #fræsöfnun #melgresi #melskurður #leymus_arenarius #harvest
...

#Föstudagsflóran þennan föstudag er #hófsóley. Jurtin er nokkuð stórvaxin með stórum fagurgulum blómum og auðþekkt frá öðrum sóleyjum á hinum hóflaga stóru blöðum.

Hófsóleyin vex í flæðimýrum og votlendi, einkum við uppsprettur og í lækjum sem renna um mýrlendi. Oft einnig í skurðum, þar á meðal brautarskurðum meðfram vegum. Hér vex hún við Miklavatn í Fljótum.

(Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: SÁ).
#caltha_palustris #sóleyjarætt #ranunculaceae #flóraÍsland #Landgræðslan
...

Bókin „Landgræðsluflugið“ er nýútkomin. Ásamt frásögnum er í henni að finna mikið magn merkilegra mynda frá gullöld landgræðsluflugsins sem sýna vel stemmninguna og frumkvöðlaandann sem ríkti á þessum árum. Myndanna má njóta hér. ...

Fjalldrapi vex upp úr foksandi í Geitlandi Borgarfirði 📸:SE

#Landgræðslan #foksandur #betula_nana
...

Líf og fjör í kringum áburðarflugvélina TF-TÚN, Þorlákshöfn 1963. 📸:Landgræðslan

#áburðarflug #landgræðsluflug #græðumísland #landgræðslan #gamlarslidesmyndir
...

#Föstudagsflóran þennan föstudag er #mýrasóley. Jurtin er fjölær, krónublöðin hvít með dekkri æðum. Fræflarnir eru fimm með hvítum frjóhnöppum, á milli þeirra eru kambar með gulgrænleitum hnappi á enda tindanna. Innst er ein fjórblaða fræva.

Mýrasóley vex í deigum flögum og móum, oft á flötu, grónu landi eins og snögggrónum vallendisbökkum þar sem ekki er of þurrt. Þrátt fyrir nafnið þá vex hún hér á landi sjaldan í eiginlegum mýrum og er ekki af sóleyjarætt, heldur #beinviðarætt.

Myndin var tekin í júlí í mólendi á Melrakkasléttu.

(Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: ÁH).
#parnassia_palustis #celastraceae #flóraÍsland #Landgræðslan
...

#Föstudagsflóran þennan föstudag er #blágresi. Jurtin er fremur stórvaxin, áberandi, fjölær og algeng jurt með fjólublá blóm.

Blágresið vex einkum í bollum og hvömmum í giljum og hlíðum en einnig mikið sem botngróður í skóglendi og kjarri. Til fjalla finnst það einkum í snjódældum.

Blágresið er fremur viðkvæmt fyrir beit eins og ýmsar aðrar plöntur. Þar sem plönturnar þurfa sífellt að endurnýja sig eftir að hafa verið bitnar á hverju ári gengur smátt og smátt á forðanæringuna í jarðstönglinum. Við það verða plönturnar dvergvaxnar og hætta að blómstra. Þá verða þær lítt sýnilegar en við nokkurra ára friðun safna þær kröftum á ný og byrja að blómstra.

Myndin var tekin júlí kvöld í hlíðum Garðadals í Aðalvík á Hornströndum.

(Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: ÁH).
#Geranium_sylvaticum #blágresisætt  #Geraniaceae #flóraÍsland #Landgræðslan
...

VILTU TAKA ÞÁTT Í AÐ ENDURHEIMTA NÁTTÚRU ÍSLANDS? ...

𝔎æ𝔯𝔲 𝔩𝔞𝔫𝔡𝔰𝔪𝔢𝔫𝔫, 𝔫æ𝔯 𝔬𝔤 𝔣𝔧æ𝔯, 𝔪𝔢ð 𝔥𝔲𝔯ð𝔞𝔰𝔨𝔢𝔩𝔩𝔦, 𝔬𝔨𝔨𝔞𝔯 𝔥𝔢𝔩𝔰𝔱𝔞 𝔩𝔞𝔫𝔡𝔤𝔯æð𝔰𝔩𝔲𝔰𝔳𝔢𝔦𝔫𝔦 𝔇𝔦𝔪𝔪𝔲𝔟𝔬𝔯𝔤𝔞, 𝔬́𝔰𝔨𝔞𝔯 𝔏𝔞𝔫𝔡𝔤𝔯æð𝔰𝔩𝔞𝔫 𝔶𝔨𝔨𝔲𝔯 𝔤𝔩𝔢ð𝔦𝔩𝔢𝔤𝔯𝔞𝔯 𝔥𝔞́𝔱𝔦́ð𝔞𝔯 𝔩𝔧𝔬́𝔰𝔰 𝔬𝔤 𝔣𝔯𝔦ð𝔞𝔯.

📸: ℌ𝔲𝔩𝔡𝔞 𝔐𝔞𝔯í𝔞 Þ𝔬𝔯𝔩á𝔨𝔰𝔡ó𝔱𝔱𝔦𝔯
...

#Föstudagsflóran þennan síðasta föstudag fyrir jól er #sortulyng, fjölær, trékennd jurt sem vex jarðlægt.

Aldin sortulyngs eru mjölkennd og fagurrauð eins og sést hér á myndinni sem tekin var í september í Dimmuborgum, Mývatnssveit. Blöðin eru sígræn, afar þykk og gljáandi og standa allan veturinn. Sortulyngsbreiður eru því áberandi á þessum árstíma, þegar jörð er auð.

Sortulyng vex í lyngmóum og skóglendi. Jurtin virðist vera mjög viðkvæm fyrir vetrarbeit og hefur oft horfið af stórum svæðum þar sem skógur hefur eyðst og landið stíft nytjað til beitar. Sortulyngið hefur aftur á móti sáð sér ört inn aftur á síðari árum þar sem beit hefur verið aflétt. Frædreifendur eru taldir vera einkum fuglar og hagamýs, en þær síðarnefndu safna aldinum og nýta til vetrarforða. Sortulyng er algengt í sumum landshlutum en vantar algjörlega á stórum svæðum.

(Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📸: ÁH). #arctostaphylos_uva_ursi #lyngætt #ericaceae #flóraÍsland #Landgræðslan
...

#Föstudagsflóran þennan föstudag er #hálmgresi, allhávaxin fjölær grastegund sem þekkist best á greinstuttum punti. Tegundin vex ætíð í nokkurri vætu, deiglendi eða votlendi, við tjarnir og í mýrlendi innan um starir, en oft einnig á rökum og sendnum áreyrum. Hálmgresi er mjög algengt um allt land nema á sandauðnum og í hraunum hálendisins þar sem votlendi skortir.

Myndin var tekin eftir blómgun í september við Snjóölduvatnskvísl í Veiðivötnum.

(Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: ÁH).
#calamagrostis_neglecta #grasaætt #poaceae #flóraÍsland #Landgræðslan
...

#Fjallasveifgras ( #poa_alpina ) prýðir föstudagsflóruna þennan föstudaginn. Tegundin er algeng um allt land nema á láglendi á Suðurlandi, þar sem hún er fremur fáséð en hún getur vaxið í allt upp fyrir 1500 m hæð. Hérna er fjallasveifgras í hlíðum Sveinstinds (1093 m) við Langasjó.
Fjallasveifgras er meðal fyrstu tegunda til að nema land þegar land kemur undan jökli og er því mikilvæg í gróðurframvindu þeirra svæða.

#föstudagsflóran #flóraíslands
📷: ASV (heimild; Hörður Kristinsson, 2018, Flóra Íslands).
...

Landgræðslan óskar frú Vigdísi Finnbogadóttur innilega til hamingju með daginn og þökkum í leiðinni fyrir ómetanlegan stuðning við endurheimt vistkerfa landsins.

Á myndinni er frú Vigdís með Sveini Runólfssyni fyrrum Landgræðslustjóra í Skógey í Hornafirði árið 1989.
#takkvigdís #skógey #landgræðslan
...

#Föstudagsflóran þennan föstudag er #móastör, smávaxin stör sem þekkist best á því að hún hefur aðeins eitt stutt upprétt ax og blöð sem eru hrokkin og áberandi beygð í allar áttir. Karlblómin eru efst í axinu en kvenblómin neðar. Myndin er tekin í júlí á Auðkúluheiði og standa fræflar og fræni út úr blómunum.

Útbreiðsla stararinnar er að mestu bundin við landræna loftslagið á Norðausturlandi, mest í innsveitum frá Vatnsdal austur á Fljótsdalshérað, allt upp í 800 m hæð. Móastörin vex utan í þúfnakollum í þurrum móum á láglendi, uppi á börðum og grónum hraunbungum í þurrum jarðvegi og á grónum rindum til fjalla. (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: ÁH). #carex_rupestris #starætt #cyperaceae #flóraÍsland #Landgræðslan
...

Á gróðursnauðum melum eins og þessum á Eyvindarstaðaheiði er ekki óalgengt að sjá plöntur sem hafa orðið fyrir barðinu á frostlyftingu.

Það er vegna þess að þegar frystir þenst jarðvegur út en þegar þiðnar, sígur jarðvegsyfirborðið aftur niður, en plantan sem lyftist með frosti sígur hlutfallslega minna. Þannig losa ísnálamyndun og #frostlyfting um jarðvegsyfirborðið og lyfta smá saman plöntum og steinum. Því lítur grasvíðirinn (#salix_herbacea) á myndinni út eins og einhver hafi reynt að rykkja honum upp með rótum.
Slíkir frostferlar hamla oft gróðurframvindu á illa förnu landi og geta þannig haft áhrif á viðnám vistkerfa gegn roföflum. Hlutverk Landgræðslunnar felst m.a. í að gera yfirborðið stöðugara til að draga úr frostlyftingu, t.d. með áburðargjöf til að koma framvindu gróðurs af stað.

#fimmtudagsfrostferlar #frosthreyfingar #grasvíðir #landgræðslan
Heimild: Að lesa og lækna landið, Ólafur Arnalds og Ása L. Aradóttir, 2015. 📸:ÁH
...

#Föstudagsflóran þennan föstudaginn þrettánda er byrkningur af tegund tungljurtar. #Byrkningar mynda engin fræ eins og blómplöntur og bera engin blóm. Í stað þeirra, bera þeir gróhirslur sem framleiða mikið magn gróa. Tungljurtir eru sérstakar og er um ýmislegt ólík öðrum byrkningum.
Sjö tegundir tungljurta vaxa á Íslandi og getur reynst erfitt að greina þær til tegunda. Þessi unga #tungljurt var ljósmynduð á Rangárvöllum í maí. Af hvaða tegund haldið þið að hún sé?

Skiljið svar eftir í athugasemdum eða svarið í story á Instagram. (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: ÁH) #naðurtunguætt #ophioglossaceae #landgræðslan
...

#Föstudagsflóran að sinni er þessi sandorpna #holurt (#silene_uniflora) sem fannst í sandhrauni í grennd við uppgræðslusvæði í Mývatnssveit.

Holurtin er fjölær, með marga stöngla ofan á gildri og sterkri stólparót. Hún er auðþekkt frá öllum öðrum íslenskum jurtum, meðal annars á hinum sérkennilega, uppblásna bikar. Flugur sjást oft inni í bikarnum og þannig hafa orðið til nöfnin flugnabú eða flugnapungur. Jurtin hefur einnig gengið undir nöfnunum, galtarpungur, fálkapungur, geldingagras, pokagras og hjartagras.

Holurtin vex á melum og söndum og er algeng þar sem malarborinn jarðvegur eða vikur er fyrir hendi en oft fremur sjaldgæf þar sem land er þétt gróið. Erlendis eru búsvæði holurtarinnar bundin við sjávarstrendur, aðeins á Íslandi finnst hún víða langt inn í landi. (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: ÁH). #landgræðslan #flóraÍslands #hjartagrasaætt #caryophyllaceae
...

Hér sést hvernig snjórinn safnast fyrir í uppgræðslum Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar á Mýrdalssandi. Á sumrin mun þessi gróðurþekja draga úr yfirborðsrennsli vatns og stuðla að því að vatnið sígi ofan í jarðveginn. Markmið þessara uppgræðslna er m.a. til að verja umferð um þjóðveginn fyrir sandfoki.

Á myndinni sést einnig í Hafursey og þar fyrir aftan Kötlujökull. (📷:ÁH, tekin úr flugvél þann 20.02.2020).
...

Þúfur ættu að vera flestum kunnar enda áberandi í íslensku landslagi og finnast um nær allt land. Þær myndast einkum þar sem stutt er á grunnvatn, þannig að þegar yfirborð frýs þá þurrkar það jarðveginn og vatn sogast úr neðri lögum og upp. Hérlendis myndist þær þó einnig þar sem djúpt er niður á grunnvatn enda íslensk mold skilgreind frostnæm vegna þess hve hratt hún leiðir vatn.

Beitardýr, einkum þau stærri, eiga einnig sinn þátt í myndun þúfna. Í gegnum beit þar sem minni gróður dregur úr einangrun gegn frosti. Auk þess í gegnum traðk þar sem þyngd beitardýra ýkir stærð þúfna með því að þau stígi milli þeirra og þrýsta þeim upp.

Hér má sjá þýft land á Tunguheiði í Öxarfirði, horft að Sandfelli í norðvestri. Einnig má sjá uppgræðslur Landgræðslufélags Öxarfjarðarhrepps bera við Sandfellið,

#fimmtudagsfrostferlar #þúfur #Landgræðslan
Heimildir: Að lesa og lækna landið, Ólafur Arnalds og Ása L. Aradóttir, 2015; Kulferli, frost og mold, Ólafur Arnalds, 2010.
📸: ÁH
...

Viðfangsefni dagsins er #fimmtudagsfrostferlar

#Ísnálar ( #needle_ice ), líkt og þær sem má sjá hér, er ákveðin tegund holklaka sem hafa mikil áhrif á náttúru Íslands. Þær eru þráðlaga ískristallar sem tengjast hver öðrum og mynda gjarnan einhvers konar mottu við yfirborð. Í sumum tilfellum geta þær náð umtalsverðri lengd, jafnvel yfir 30 cm.
Við myndun ísnála geta efstu millimetrar jarðvegs lyfst upp af miklu afli. Hið mikla afl getur valdið því að steinar sem eru jafnvel nokkrir cm í þvermál lyftast upp. Þessi hreyfing hefur mjög neikvæð áhrif á stöðugleika yfirborðsins. Frostnálarnar geta m.a lyft upp litlum plöntum með rótum sem er eitt helsta vandmál við uppgræðslu á Íslandi. Myndun ísnála hefur einnig áhrif á stöðugleika yfirborðsins með því að rjúfa samloðun á milli korna, sem gerir moldina hættari við vatns- og vindrofi.

Heimild: Kulferli, frost og mold, Ólafur Arnalds, 2010.
📸: ASV
...

#Föstudagsflóran að sinni er fagurbleikt brönugras (#dactylorhiza_maculata), ein af sjö tegundum brönugrasaættar (orkideur) sem vaxa á Íslandi. Brönugrösin eru fjölær og vaxa gjarnan í grasbrekkum, kjarri og lyngbrekkum eins og þessi hér í Bæjarstaðarskógi.

Blóm brönugrasa eru svokölluð tálblóm, þau laða að sér frjóbera á fölskum forsendum, blómin mynda ekki blómsykur og hafa því ekki upp á nein verðlaun að bjóða (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📷: ÁH). #landgræðslan #flóraÍslands #brönugras
...

#Föstudagsflóran fyrsta föstudag 2020 er #blávingull ( #festuca_vivipara ), ein algengasta tegund landsins, sem vex frá láglendi og upp í 1300 m hæð. Hann er fremur smávaxinn eða meðalstór, fjölær með stuttan rauðfjólubláan blaðgróinn punt.
Þegar grös hafa blaðgróinn punt, þroska þau ekki fræ í kjölfar kynæxlunar, heldur stunda þau geldæxlun með þroskun æxliknappa sem springa út og mynda lítil, graskennd blöð á puntinum. Ástæður blaðgróninga hjá grösum eru þó enn nokkuð óljósar en talið er að bæði umhverfi og erfðir spili þar inn í.
Blávingul má finna mjög víða, hann er algengur í mólendi en vex einnig m.a. í valllendi og á melum.

#flóraíslands (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📸: ASV)
...

Ágætu fylgjendur, til sjávar og sveita, við óskum ykkur gleðilegs nýs árs með þessari hrímuðu hvönn við Urriðafoss í Þjórsá. Fögnum upphafi nýs áratugs sem verður tileinkaður endurheimt vistkerfa 2021-2030, en í ár lýkur áratugi líffræðilegrar fjölbreytni. 📷: ÁH

#nýárskveðja #decadeofbiodiversity #decadeofrestoration #áratugurvistheimtar #angelica_archangelica #ætihvönn #frostáfróni #fimmtudagsfrostferlar
...

Hátíðarkveðjur með ísilagðri Eystri-Rangá á einum stysta degi ársins 2019. 📷: ASV ...

#Föstudagsflóran þennan síðasta föstudag fyrir jól er "göngum við í kringum einiberjarunn". #Einir er sígrænn runni með trékenndan, jarðlægan stofn. Hann er auðþekktur frá öllum íslenskum plöntum enda eina upprunalega, innlenda barrtréð.

Einir vex oft í lyngmóum en einnig í grýttu landi, bæði í hraunum og á melum, eins og sést hér á myndinni sem tekin var á landgræðslusvæði á Hólasandi í Þingeyjarsveit.

Það tekur þrjú ár fyrir einiberin að ná fullum þroska en þá eru þau orðin dökkblá á lit. Þau hafa verið nýtt á margvíslegan máta, bæði til lækninga og matar. Á 18.öld voru einiber seld eftir vigt í Rangárvallasýslu og borðuð með harðfisk og smjöri. Í dag eru einiber t.d. nýtt sem krydd á purusteik og í gin. (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📸: ÁH). #juniperus_communis #landgræðslan #hólasandur
...

#föstudagsflóran annan föstudag fyrir jól, er jólalega íslenska trjátegundin reyniviður eða reynir ( #sorbus_acuparia ). Reyniviður vex gjarnan inni í birkiskógum og stendur þar jafnan vel upp úr skóginum. Hann er áberandi fallegur og jólalegur þegar hann er í blóma eða þegar hann ber þroskuð aldin,
svonefnd reyniber.

Talið er reynitré geti náð hátt í 200 ára aldri og stærstu reynitré hérlendis munu hafa náð um 15 m hæð.

Blóm reyniviðar eru ilmsterk, þau mynda blómsykur og eru talin treysta á skordýr sem frjóbera. Fuglar gegna
aftur á móti mikilvægu hlutverki við dreifingu fræjanna.

Reyniviður er með nokkuð strjála útbreiðslu í náttúrunni, en finnst þó í öllum landshlutum og er til þess að gera seigur, hann sáir sér víða en hann kemst ekki á legg nema þar sem hann fær frið fyrir beit.
Hérna gefur að líta reyni 2019 sem var gróðursettur í Sölvahrauni 2003, í landgræðslugirðingu við Landmannaleið. Berin þroskuðust vel þetta árið og vonandi hafa fuglar gert sér þau að góðu og dreift þeim á góða staði. (Heimildir: floraislands.is, Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl. 2018. 📸: MHJ). #sölvahraun #landgræðslan #flóraíslands
...

#Föstudagsflóran þennan föstudag er þjóðarblómið okkar, #holtasóley. Hún vex á melum og í þurru mólendi og er mjög seig við að græða upp mela sem hafa þétt sig. Holtasóley getur náð háum aldri, elsta aldursgreinda plantan fannst í Ölpunum og er talin vera 500 ára. Blóm holtasóleyjar snúa með sólinni, þ.e.a.s eru helíótrópísk. Þennan rigningardag í júní við Gjána í Þjórsárdal, reyndist erfitt fyrir blómin að finna sólina og vísa því sitt á hvað. Þess má geta að friðlýsing Gjárinnar auk stærri landslagsheildar Þjórsárdals er á lokametrum og því við hæfi að birta mynd af þjóðarblóminu að því tilefni. (Heimildir: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018 og ust.is 📸: ÁH).
#dryas_octopetala #friðlýsing #gjáin #þjórsárdalur #landgræðslan #ust #umhverfisstofnun
...

#Föstudagsflóran þennan föstudag er #eyrarrós ( #chamerion_latifolium ) við Bláfjallakvísl á Emstruleið. Helstu búsvæði eyrarrósar eru malarkenndir jarðvegir áreyra og meðfram ám. Á síðari árum sést hún einnig stundum í malarjarðvegi í vegköntum, eftir að Vegagerðin fór að nota efni úr árfarvegum til vegagerðar. Myndin var tekin síðastliðið sumar í vettvangsferð.
#flóraíslands #landgræðslan (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📸: ASV)
...

#Föstudagsflóran, #vallhæra ( #luzula_multiflora ), heilsar á þessum fyrsta föstudegi nóvembermánaðar. Vallhæra er af sefætt, hún vex í ýmis konar þurrlendi og er mjög algeng um allt land, frá láglendi að 700 m hæð. Erlendis er hún talin dreifð af maurum, a.m.k að hluta, en því er ekki fyrir að fara hérlendis þar sem hér eru engir maurar sem geta notfært sér næringuna sem eru á fræjum vallhæru. Myndin er frá miðjum júlí, sl. sumar og má sjá að hún hefur blómstrað áberandi ljósgulum frænum.

#flóraíslands (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📸: ASV)
...

Flóra þessa föstudags er engin önnur en ilmbjörk sem við þekkjum flest í daglegu tali sem birki (#betula_pubescens). Nú er að hefjast landsátak í söfnun birkifræs sem Landgræðslan auk Olís og Hekluskóga standa fyrir (sjá nánar um verkefnið: https://www.olis.is/birkifrae/). Söfnunin er liður í að endurheimta birkiskóga sem gegna mikilvægu hlutverki í landgræðslu og kolefnisbindingu.

Við munum fjalla nánar um birki, fræsöfnun og landsátakið í instastory á næstu dögum. Við hvetjum öll til að taka þátt og fylgjast með.

#föstudagsflóran #landgræðslan #olís #hekluskógar 📸: ASV
...

Landgræðslan hefur um áratuga skeið unnið að uppgræðslu Mýrdalssands í samstarfi við Vegagerðina. Markmið uppgræðslunnar er að verja þjóðveg nr. 1 fyrir sandfoki. Unnið hefur verið með margar mismunandi aðgerðir, svo sem dreifingu tilbúins áburðar, kjötmjöls og sáningu ýmissa tegunda. Hér gefur að líta myndskeið úr melrönd. #mýrdalssandur #landgræðslan #vegagerðin #melgresi #leymus_arenarius 📸: ASV ...

#Föstudagsflóran í dag er gulstör (#carex_lyngbyei). Gulstör er votlendistegund og einkennistegund íslenskrar flæðimýra. Hún er stórvaxin (25–125 sm) og skriðul stör, auðþekkt á stærð sinni, stórum, hangandi öxum og breiðum blöðum. Tegundin vex í blautum flóum og í flæðimýrum, meðfram fljótum og við árósa og er algeng um allt land.

Gulstörin var áður slegin og þótti gott gulstararhey lítið gefa töðu eftir. Stundum var vatni veitt á gulstararengi til að hvetja vöxt stararinnar. Með áveitum var hægt að stórauka uppskeru af landinu og engjarnar mátti slá árlega eða annað til þriðja hvert ár án þess að neinn tilbúinn áburður væri notaður. Gulstör eða mýrastör urðu oftast ríkjandi í áveitulöndum. En engjaheyja var oft aflað með mikilli fyrirhöfn, sláttufólk þurfti stundum að standa í köldu vatni og flytja þurfti heyið á þurrkvöll. Eftir að íslenskur landbúnaður vélvæddist eftir seinna stríð lagðist engjabúskapur smám saman af.

Gulstör hefur afar sérstaka hnattræna útbreiðslu. Hún er norður-amerísk tegund og finnst ekki í Evrópu utan Íslands og Færeyja. Gulstör er einkennistegund vistgerðarinnar gulstararflóavist, en sú vistgerð hefur mjög hátt verndargildi. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Gulstörin á þessari mynd óx í skurði í raskaði mýri á Suðurlandi. Í síðustu viku var svæðið endurheimt og þessari gulstarartorfu komið ofan á uppfylltan skurð. Sjá nánar í "highlights" á instagram síðu Landgræðslunnar þar sem við höfum verið með votlendisviku í tilefni að norræna votlendisdeginum.
(Heimildir: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018 og ni.is, 📷ÁH)
#gulstör #starir #flóraÍslands #Icelandic_Carex_lyngbyei_fens
#gulstararflóavist #votlendi #endurheimt_votlendis
#ecologicalrestoration #landgræðslan #flóraÍslands
...

Í tilefni þess að í dag er norræni votlendisdagurinn, ætlum við að vekja athygli á mikilvægi þessa vistkerfis alla vikuna og sýna frá endurheimt sem Landgræðslan hefur komið að auk viðbótarupplýsinga um votlendi almennt.

Votlendi einkennist af hárri vatnsstöðu þar sem vatn er yfir eða rétt undir jarðvegsyfirborði og er vistkerfið m.a. mikilvægt búsvæði fugla. Á myndinni sést óðinshani sem er algengur varpfugl í auðugu votlendi víða um land. 📷: Sigurjón Einarsson @birdsoficeland

#endurheimt_votlendis #votlendi #óðinshani #starir #restoration #wetlands #ecologicalrestoration #birdsoficeland #phalaropus_lobatus
...

#Föstudagsflóran að þessu sinni er votlendistegundin #tjarnastör (#carex_rostrata). Hún er algeng um allt land og vex í flæðimýrum, flóum, tjörnum, við tjarnvik og jaðar stöðuvatna. Þar sem hún vex strjált í mýrum er hún fremur smávaxin og ljós yfirlitum. Þegar hún vex í tjörnum er hún stórvöxnust og myndar þá blágrænar breiður.

Þessi smávaxna tjarnastör var ljósmynduð í framræstri mýri þar sem hún óx á strjálingi. Endurheimtaraðgerðir Landgræðslunnar hófust á svæðinu í vikunni og fólu m.a. í sér að fylla upp í framræsluskurði með gömlu ruðningum og grafa tjarnir. Grunnvatnsstaðan hefur nú þegar hækkað eftir haustlægðina og verður spennandi að fylgjast með áhrifum endurheimtarinnar á gróðursamfélagið; hvort tjarnastörin muni ná að mynda stóran blágrænan kraga umhverfis tjarnirnar líkt og þekkist í óröskuðu votlendi. Landgræðslan vaktar svæðið náið með rannsóknum til að fylgast með breytingum fyrir og eftir endurheimt. Segjum nánar frá þeirri vöktun hér síðar.
(heimildir: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl. 2018 og ni.is, 📷 ÁH)
#endurheimt_votlendis #landgræðslan #votlendi #mýri #gróðurhúsalofttegundir #starir #flóraíslands
...

#Föstudagsflóran að þessu sinni er hinn íðilfagri umfeðmingur ( #vicia_cracca ). Umfeðmingur er fjölær klifurjurt sem – eins og nafnið gefur til kynna - vefur sig utan um nærliggjandi gróður sér til stuðnings. Tegundin heyrir til ertublómaættar, svokölluð belgjurt, hún hefur innræna svepprót og bindur þannig köfnunarefni úr andrúmslofti með tilheyrandi jarðvegsbætandi áhrifum (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, 📸: ASV). #flóraíslands #landgræðslan #belgjurtir ...

Í vikunni sem leið var þresktur túnvingull af 15 ha. Hann er nú kominn í þurrkun og mun í framhaldi verða hreinsaður og fræið flokkað eftir gæðum og þá ýmist húðað til að þyngja það (1. flokks fræ) eða pakkaður óhúðaður (2. flokkur). #landgræðslan #fræframleiðsla #túnvingull 📸: Magnús Ingi Gunnarsson ©️Landgræðslan ...

Senn líður að þessum tíma. Nei, ekki 1960 heldur tíma árlegrar frætekju hjá Landgræðslunni. Á myndinni gefur að líta Árna Arason fyrrum ráðsmann í Gunnarsholti heimta fræ af villtum túnvingli á Geitasandi. Það gerir hann með slátturtætara aftan í vígalegum Massey Ferguson. Fylgist með þegar við sýnum frá frætekju og verkun á næstu vikum #landgræðslan #túnvingull #fræframleiðsla 📸: SR/BS ©️Landgræðslan ...

#Föstudagsflóran þennan fyrsta föstudag ágústmánaðar er þessi lágvaxna fjölæra jurt sem þekkist á fjöðruðum laufblöðum og slútandi, bleikfjólubláum blómklasa. Við kynnum brjóstagras (#thalictrum_alpinum). Á myndinni sést að blómin eru án krónublaða, þau hafa einungis bleikfjólublá bikarblöð og áberandi langa fræfla sem hanga út úr blóminu. Brjóstagras er eina vindfrævaða tegundin af sóleyjarætt á Íslandi. Algengt um land allt, vex í allskonar gróðurlendum, einkum í móum, brekkum, giljum og í grasbölum innan um annan gróður.

Brjóstagras er ein fremur fárra plantna sem hægt er að greina til tegundar af frjókornunum. Samkvæmt frjókornarannsóknum hefur brjóstagras borist til landsins fljótlega eftir ísöld og fjölgaði töluvert eftir landnám sem hefur verið skýrt með því að opin búsvæði hafi breiðst út eftir að skógum var eytt.

Talið er að nafnið brjóstagras sé til komið vegna þeirrar trúar að plantan væri góð við brjóstameinum kvenna og júgurbólgu búfénaðar. (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, Ljósm.ÁH). #landgræðslan #frjókornarannsóknir #frjókorn #flóraÍslands
...

Frjókornatími grasa er nú genginn í garð og því tilvalið að vekja athygli þeirra í föstudagsflórunni. Kvöldsólin í Gunnarsholti lýsir hér upp hærð smáöx, þar sem langir frjóhnappar standa langt út úr, hangandi á löngum hárfínum þráðum. Þetta eru fullþroskaðir fræflar, karlæxlunarfæri melgresis af grasaætt sem sjást hér. Úr frjóhnöppum berast frjókornin með vindi til að frjóvga aðrar melgresisplöntur. Að því loknu tekur fræið, kallast korn, að þroskast. Landgræðslan fylgist náið með þroskuninni því melgresi er langöflugasta landgræðsluplanta Íslands og sú eina sem dugar til að binda óheft sandfok enda hefur uppgræðslustarf Landgræðslunnar frá upphafi byggst mikið á þessari harðgerðu og kröftugu plöntu (heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, Ljósm.ÁH). #leymus_arenarius #föstudagsflóran #frjókorn #fræflar #landgræðsla #melgresi ...

#Föstudagsflóran í dag er þessi fjöruarfi (lat. #honckenya_peploides ) í Bakkafjöru. Hver einstök planta fjöruarfa getur myndað kringlótta mottu sem geta orðið yfir meter í þvermál. Útbreiðsla fjöruarfsns er ekki bundin við fjörusanda og hefur m.a. fundist á Mýrdalssandi og Skeiðarársandi. Plantan var meðal fyrstu tegunda sem námu land í Surtsey og er jafnframt útbreiddasta æðplantan þar. Um fjöruarfa er vitnað bæði í Grasnytjum Björns Halldórssonar og Ferðabók Eggerts og Bjarna. Fjöruarfi mun hafa verið notaður til manneldis, bæði í graut og drykk og hafa gengið undir ýmsum nöfnum (heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, Ljósm.ASV). Ef hungur steðjar að í næstu fjöruferð er spurning hvort fjöruarfinn rati í soðið.
#landgræðslan
...

#Föstudagsflóran þennan fyrsta föstudag júlímánuðar er hörkutólið #geldingahnappur ( #armeria_maritima ). Hún er ein sinnar tegundar af gullintoppuætt á Íslandi, en ættin geymir um 800 tegundir um allan heim. Þessi staka planta skaut rótum við rætur Hellufjalls á Rangárvöllum á uppgræðslusvæði þar, en tegundin vex gjarnan á melum og í sendnum jarðvegi en er fágætari í vel grónu landi í byggð. Geldingahnappur hefur stólparót og má aldursgreina hann á árhringjum í rótunum. Á Kaldadal í 720 m hæð var elst plantna geldingahnapps 29 ára (heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, Ljósm.ASV). ...

Föstudagsflóran að þessu sinni er burnirót. Burnirót er fjölær og safaríkur þykkblöðungur af Helluhnoðraætt. Plantan er auðþekkjanleg frá öðrum íslenskum plöntum á gildum stönglum með stórum blágrænum blöðum. Kvenblóm plöntunnar eru rauðbrún á lit en hér á myndinni sést einungis í gul karlblóm (tekin á beitarfriðuðu svæði í Þórsmörk) en sauðfé er sólgið í burnirót. Þar sem plantan fær frið fyrir sauðfé getur hún orðið mjög stór og vöxtuleg en algengast er að finna plöntuna í klettabeltum eða gljúfrum á Íslandi. Þar sem land hefur verið friðað lengi, eins og á Hornströndum, vex hún alveg eins í mólendi. Erlendis er burnirót nokkuð útbreidd um strandhéruð norðurhvels (heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson o.fl.2018, Ljósm.ASV)
#burnirót #rhodiola_rosea #hellunhoðraætt #föstudagsflóran
...

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn landeyðingu — á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga — en það er eitt meginhlutverk Landgræðslunnar að vernda og endurheimta jarðvegs- og gróðurauðlindina og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Til hamingju með daginn 🌱🇮🇸 #landgræðslan #rofabarð #landeyðing #jarðvegsrof #17júní ...

Föstudagsflóran í dag er horblaðka. Hún er engri annarri íslenskri plöntu lík. Hún er auðþekkjanleg á löngum þráðum að innanverðu krónublöðum og á stórum þrífingruðum blöðkum. Horblaðka er fjölær vatnaplanta sem vex í flötum mýrum með standandi vatni og skurðum með vatni í. Hún vex best í hæfilega djúpu vatni þar sem hún getur náð 20-30 sm hæð, en í þurrum mýrum eins og þessari framræstu mýri er hún smávaxnari (<10 sm) og blómgast sjaldan. Horblöðku hefur fækkað víða í Evrópu og er á válistum í mörgum löndum Austur og mið Evrópu en enn þá tiltölulega algeng á Íslandi. (Heimild: Flóra Íslands, Hörður Kristinsson ofl. 2018) #flóraÍslands #föstudagsflóran #landgræðslan #menyanthes_trifoliata #horblaðka ...

Móhella við Eystri-Rangá. Móhella er samrunninn foksandur sem myndaðist í sandstormum við ísaldarlok þegar jöklarnir hopuðu hraðfara og skildu eftir sig víðáttumikla gróðurvana setfláka. Í móhellunni í Rangárvallasýslu hafa manngerðir hellar fundist víðsvegar. Talið er að hellarnir hafi verið grafnir af Pöpum, írskum munkum, rétt fyrir landnám víkinganna.

#móhella #sandsteinn #eystriranga #foksandur #setberg
...

Föstudagsflóran í dag er af blómum bláberjalyngs, #vaccinium_uliginosum en blómin kallast sætukoppar. Tegundin er talin vera frævuð af dýrum en getur verið sjálfsfrjógandi. Myndin er tekin í maílok sem hlýtur að teljast nokkuð snemmt fyrir blàberjalyng að hafa blómstrað - hvort það veit á gott berjasumar skal látið ósagt. #flóraíslands #föstudagsflóran #landgræðslan ...

Sáningar við Skeiðará frá 2018. Sáð var túnvingli ásamt einæru rýgresi og í ár var borið á sáningarnar. Þessar aðgerðir eru hugsaðar til að lágmarka sandfok úr flóðafarvegum árinnar yfir vegi með tilheyrandi skemmdum á ökutækjum og óþægindum. Verkefnið er unnið í samstarfi við Vegagerðina. #landgræðslan #túnvingull #festuca #sáning #vegagerðin #landreclamation ...

1. í sáningum, 2019; melsáning við Gígjukvísl. Hér gefur að líta melgresisax úr sáningum frá 2006. #landgræðslan #leymus_arenarius #lómagnúpur Í samstarfi við Vegagerðina ...

Á þessum degi fyrir nokkrum árum síðan fann Ágústa Helgadóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni þetta blómstrandi krækilyng og tók þessa fallegu mynd. Við hvetjum ykkur til að hafa augun opin fyrir blómstrandi og laufgandi plöntum og ekki væri úr vegi ef þið senduð okkur mynd ef þið rekist á slíkar í förnum móa.
📸: @agustahelgadottir ©️Landgræðslan #landgræðslan #krækilyng #empetrum_nigrum
...

Mýrar, lungu eða andlit landsins? Sjáið þið andlit í þessum jarðvegsköggli eins og votlendissérfræðingur Landgræðslunnar, Sunna Áskelsdóttir? Ef ekki þá sjáiði allavega járnútfellingarnar sem hafa myndast umhverfis loftrætur votlendisplantnanna. #votlendi #endurheimtvotlendis #mýrar #soil #soilhealth #landgræðslan 📸: Sunna Áskelsdóttir ...

Gulmaðra (lat. #galium_verum ) er íslensk tegund sem er algeng um allt land utan miðhálendis. 📸: @sigurjoneinars #flóraíslands ...

Afhending Langræðsluverðlauna í Gunnarsholti árið 1999. Á morgun verða þau afhent í 29. skipti á Grand Hótel, Reykjavík kl.14
📷landgræðslan #landgræðslan
...

Það er áratuga reynsla af frætekju og fræverkun hjá Landgræðslunni. Hér er skorinn melur í Þykkvabæ árið 1984. #fræverkun #melgresi #landgræðslan #leymus_arenarius ...

Enn af landgræðsluflugi – hér dreifir vélin Páll Sveinsson fræi og ábuði á #Emstrur í Rangárvallasýslu árið 1985. #landgræðsluflug #gróðurstyrking #afréttir 📸: Óþekktur © Landgræðslan ...

Sáning og áburðargjöf með flugvélum gerði það að verkum að hægt var að vinna að uppgræðslu á víðfemum svæðum. Hér er TF-TUN að verkum 🛩🌱🌫 📸: Óþekktur © Landgræðslan
#flugsáning #airtractor400a #græðumísland #landgræðslan
...

Gunnarsholt á Rangárvöllum árið 1944 en bærinn fór í eyði 1925 vegna uppblásturs. Landgræðslan, sem þà hét Sandgræðslan, keypti jörðina 1926. Sandgræðslan var stofnuð 1907 og höfuðstöðvar Landgræðslunnar eru einmitt í Gunnarsholti. 💨💨💨 📸: Óþekktur © Landgræðslan #landgræðslan #landeyðing #landhnignun ...

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content