Landupplýsingar

Óskað er eftir leiðréttingum/ábendingum varðandi skurðakortlagningu.

Viðhengi/skjámynd þarf að fylgja ábendingu, merkja þarf inn á myndina/viðhengi.

Heiti jarðar, sveitarfélag, tölvupóstfang, símanúmer og greinargóð lýsing í athugasemd. Landgræðslan mun fara vel yfir allar ábendingar en svarar þeim ekki sérstaklega.

Fill out my online form.
land.is 9 Heim 9 Málaflokkar 9 Landupplýsingar

Landupplýsingar

Landupplýsingar lýsa hlutum; staðsetningu, afmörkun og eiginleikum t.d. staðsetningu mannvirkja eða lögun landfræðilegra fyrirbæra eins og skóga, lóða, vatna, vega eða landsvæða. Þær er hægt að tengja við staðsetningu (skilgreint sem punktur, lína, svæði eða magn) á jörðinni, einkum upplýsingar um náttúrufyrirbæri og menningu. Staðsetningargögnin geta verið tiltekin hnit eða staðsetning með minni nákvæmni eins og ákveðin svæði.

Landupplýsingakerfi halda utan um landupplýsingar. Þar er hægt að geyma gögn og breyta, tengja saman og setja fram á myndrænan hátt til að sjá samhengi eða tengsl á milli upplýsinga út frá tiltekinni staðsetningu, t.d samband á milli jarðvegsrofs, gróðurfars og landslags t.d. halla lands og hæðar yfir sjó.

Mismunandi “þekjur” af gögnum, frá sama svæði, er hægt að leggja hverja yfir aðra tengja saman upplýsingar af þeim og vinna með á marga vegu. Við þannig samtengingu eykst gildi upplýsinganna mikið.

Öflun grunnupplýsinga

Landgræðsla ríkisins aflar upplýsinga um fyrirhuguð landgræðslusvæði áður en framkvæmdir hefjast. Jarðvegsrof, gróðurþekja og fleiri þættir eru kortlagðir.

Tilgangur kortlagningar

Tilgangur kortlagningar er að skrá ástand svæðisins við upphaf aðgerða. Þannig má meta árangur þeirra síðar. Kortlagning er jafnframt grunnur að vinnu við landnýtingar- og landgræðsluáætlanir. Hún er einnig grundvöllur að vali á uppgræðsluaðferðum og forgangsröðun aðgerða Landgræðslunnar. Landgræðsluáætlun tiltekur markmið og helstu verkefni til: að stöðva landeyðingu, uppgræðslu og vöktunar á framvindu lands á tilteknu tímabili. Tilgangur landnýtingaráætlunar er að skipuleggja framtíðarnotkun lands og aðgerðir til að ná settu marki.

Kortavefsjá

Kortasjáin sýnir helstu landgræðslusvæði þar sem uppgræðsla er stunduð og Landgræðslan kemur að á einn eða annan hátt. Einnig landgræðslugirðingar, aðgerðasvæði þar sem Landgræðslan vann að uppgræðslu á árunum 2000-2015 og BGL aðgerðasvæði þar sem bændur vinna í verkefninu Bændur græða landið. Hún sýnir einnig aðsetur og starfssvæði héraðssetra Landgræðslunnar.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content