Goðadalsfjall

land.is 9 Heim 9 Málaflokkar 9 Gróðurframvinda 9 Goðadalsfjall

Goðadalsfjall

Samstarf Landgræðslu ríkisins, Lionsklúbbs Skagafjarðar og landeigenda

Goðdalafjall/Goðdalakista liggur milli Vesturdals og Svartárdals í Skagafirði. Á fjallinu og í hlíðum þess er víða mikið jarðvegsrof, bæði rofabörð og uppblásin, samfelld svæði. Snemma árs 2005 ákváðu félagar í Lionsklúbbi Skagafjarðar að ganga til samstarfs við landeigendur Goðdala í Vesturdal og Landgræðslu ríkisins, um stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðslu við Grensborg á Goðdalafjalli.

Verkefnið hófst 25. júní 2005. Þá dreifðu Lionsmenn 70 heyrúllum í rofabörð og á uppblásturssvæði. Byrjað var að dreifa tilbúnum áburði árið 2006 og hefur það verið gert árlega síðan. Þann hluta verksins annast Smári Borgarsson, bóndi í Goðdölum, í samráði við Landgræðsluna. Haustið 2015 var búið að dreifa samtals 26,2 tonnum af áburði auk 465 kg af landgræðslufræi og tæplega 1000 heyrúllum. Um 70-80 hektarar hafa verið teknir til uppgræðslu og stór, örfoka svæði bíða aðgerða.

Þetta landgræðsluverkefni hefur gengið vel og skilað ágætum árangri. Góð gróðurþekja er komin í elsta hluta uppgræðslunnar og er svæðið stækkað nokkuð árlega. Tekist hefur að stöðva útbreiðslu rofabarða á svæðinu og loka þeim að mestu.

Verkefnið hlaut fyrst styrk úr Landbótasjóði Landgræðslunnar árið 2005 og síðan árlega nema 2007.

Auk hins sýnilega og góða árangurs, hefur þetta verkefni átt mikinn þátt í að efla félagsanda og samvinnu meðal félaga í Lionsklúbbi Skagafjarðar, einnig landlæsi og umhverfisvitund. Alltaf er mikil stemning kringum landgræðsluferðirnar þótt verkið sé erfitt og seinlegt. Heyrúllur þarf að flytja á vögnum a.m.k. 60-80 km úr byggð á dreifingarstað, eftir grýttum fjallvegi eftir að þjóðvegi sleppir. Klúbbfélagar eru jafnan boðnir og búnir að leggja til vélar, vagna og önnur verkfæri, auk heysins.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content