Fossabrúnir

Fossabrúnir

Um 1980 var uppblástursgeiri sunnan af Eyvindarstaðaheiði/Öfuguggavatnshæðum, kominn niður á brúnir Fossárdals, vestan bæjarins Fossa í Svartárdal. Þegar hvessti lagði moldrok yfir byggð í Svartárdal og víðar. Landgræðslan lét þá girða landgræðslugirðingu á Fossabrúnum og hóf aðgerðir til stöðvunar uppblásturs með friðun og uppgræðslu innan girðingarinnar.

Uppgræðslusvæðið er um 360 hektarar og er innan afréttarlands á Eyvindarstaðaheiði. Framan af var áburði og fræi dreift úr flugvél. Tókst þannig að stöðva framrás uppblástursgeirans og græða upp vestur- og norðurhluta lands innan girðingar. Eftir að uppblásturinn hafði verið stöðvaður, var gert nokkurra ára hlé á uppgræðslu.

Árið 2002 hófust að nýju uppgræðsluaðgerðir eftir að kom í ljós töluvert jarðvegsrof sunnan og austan til í girðingunni. Síðan þá hefur Landgræðslan borið 6- 10 tonn af áburði árlega á gisnustu svæðin innan girðingarinnar.

Jarðvegur á Fossabrúnum er mjög þurr og fokgjarn og hefur reynst erfitt að fá þéttan gróðursvörð í landið. Víðir og annar staðargróður hefur þó eflst mjög síðustu 15 árin, einkum norðan og vestan til. Væntanlega styttist í að landgræðslugirðingin verði fjarlægð og Landgræðslan skili landinu aftur til eigenda sinna. Áður en það gerist þarf gróður að þéttast betur svo hann þoli umferð og beit sauðfjár án þess að land taki að blása upp að nýju. Landgræðslusvæðið er girt með rafgirðingu, sem Landgræðslan sér um viðhald á. /BM

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content