Gæðastýring

land.is 9 Heim 9 Málaflokkar 9 Gæðastýring í sauðfjárrækt

Gæðastýring í sauðfjárrækt

Gæðastýringunni er m.a ætlað að taka til landnotkunar, einstaklingsmerkinga, skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, fóðuröflunar og lyfjanotkunar.

Drög voru lögð að gæðastýringu í sauðfjárrækt með samningi bænda og ríkisvaldsins árið 2000. Helstu markmiðin voru að bæta sauðfjárbúskap, renna styrkari stoðum undir afkomu sauðfjárbænda og tryggja markaðnum öruggari vörur. Gæðastýringunni er m.a ætlað að taka til landnotkunar, einstaklingsmerkinga, skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, fóðuröflunar og lyfjanotkunar. Um gæðastýringuna gilda nú reglugerðir nr. 1160/2013 og 536/2015.

Hlutverk Landgræðslu

Landgræðslan sér um landnýtingarþátt gæðastýringar í sauðfjárrækt f.h. Matvælastofnunar skv. samningi milli Landgræðslunnar, Matvælastofnunar og Sjávarútvegs og landbúnaðarráðaneytis. Í því felst mat og staðfesting á gæðum beitilands umsækjenda en beitiland skal vera nýtt á sjálfbæran hátt skv. reglugerð nr. 536/2015 og ástand þess skv. viðmiðum í reglugerð nr. 1160/2015. Jafnframt skal staðfest að umsækjendur hafi aðgang að nægu nýtanlegu beitilandi. Héraðsfulltrúar Landgræðslunnar sjá um þessi verk, hver á sínu starfssvæði og verkefnisstjóri er Gústav M. Ásbjörnsson.

Mat á ástandi lands og eftirlit

Landgræðslan metur landnýtingu og ástand beitarlands þeirra sem sækja um þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Landgræðslan metur ástand lands skv. viðauka 1 í reglugerð 1160/2013 en þar er tilgreint að meta skuli beitarland eftir ástandsskala sem lýst er í ritinu Sauðfjárhagar og Landgræðslan gaf út árið 2010. Landgræðslan sinnir einnig úttektum á nýjum umsækjendum, eftirliti með ástandi beitilands og eftirliti með þeim landbóta- og landnýtingaráætlunum sem í gildi eru. Einnig sinna starfsmenn Landgræðslunnar ráðgjöf um landnýtingu og landbætur þar sem þess er óskað. Árið 2015 voru um 1.800 þátttakendur í verkefninu, þar af eru 300 aðilar sem standa að samtals 50 landbótaáætlunum.

Ársskýrsla, fréttabréf og skjöl

 

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Skip to content